Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 15:08 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar gagnrýnir launahækkun bankastjóra Landbankans harðlega. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47