Fjörkippur kominn í íbúðamarkaðinn með auknu framboði Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 20:00 Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar. Húsnæðismál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar.
Húsnæðismál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira