Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2019 07:15 Frá útibúi Íslandspósts í Pósthússtræti sem fyrirtækið lokaði eftir síðustu jólavertíð. Fréttablaðið/Ernir Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira