Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 19:30 Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira