Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2019 14:25 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing á dögunum. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan. Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan.
Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30