Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Nordic Golf-mótaröðinni í dag er hann rúllaði upp móti í Barcelona.
Guðmundur Ágúst lauk leik á samtals tólf höggum undir pari og var þremur höggum á undan næsta manni. Guðmundur leiddi með einu höggi fyrir lokahringinn og gaf þá bara í.
Þessi skemmtilegi kylfingur fékk fimm fugla á fyrstu fimmtán holunum og var með fimm högga forskot er þrjár holur voru eftir. Hann fékk aftur á móti tvo skolla á lokaholunum en það kom ekki að sök því forskotið var öruggt.
Haraldur Franklín Magnús varð í 16. sæti á mótuni en Andri Björnsson varð að sætta sig við 40. sætið. Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Guðmundur Ágúst bestur í Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



