Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira