SA hafnar gagntilboði verkalýðsfélaga sem segja boltann nú hjá stjórnvöldum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 15:11 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar og verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Í tilboði sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram á miðvikudag buðu þau samkvæmt heimildum fréttastofu upp á 20 þúsund króna árlega hækkun launa undir sex hundruð þúsundum næstu þrjú árin en laun yfir sexhundruð þúsundum myndu hækka um 2,5 prósent. Gagntilboð verkalýðsfélaganna gekk út á að öll laun hækkuðu í krónum og að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok samningstíma. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gagntilboð ekki falla að horfum í efnahagsmálum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag sé óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og geti ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,” segir Halldór Benjamín. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í næstu viku. En í millitíðinni munu stjórnvöld funda með forsetateymi Alþýðusambandsins þar sem farið verður yfir kröfur verkalýðsfélaganna. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið,” segir Ragnar Þór. Verði niðurstaða stjórnvalda ekki ásættanleg sé komið að vissum tímamótum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24 Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði VR, Eflingar og verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Í tilboði sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram á miðvikudag buðu þau samkvæmt heimildum fréttastofu upp á 20 þúsund króna árlega hækkun launa undir sex hundruð þúsundum næstu þrjú árin en laun yfir sexhundruð þúsundum myndu hækka um 2,5 prósent. Gagntilboð verkalýðsfélaganna gekk út á að öll laun hækkuðu í krónum og að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok samningstíma. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gagntilboð ekki falla að horfum í efnahagsmálum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag sé óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og geti ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,” segir Halldór Benjamín. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í næstu viku. En í millitíðinni munu stjórnvöld funda með forsetateymi Alþýðusambandsins þar sem farið verður yfir kröfur verkalýðsfélaganna. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið,” segir Ragnar Þór. Verði niðurstaða stjórnvalda ekki ásættanleg sé komið að vissum tímamótum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24 Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. 15. febrúar 2019 11:24
Mæta með gagntilboð í Karphúsið Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. 15. febrúar 2019 00:37