Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:10 Vel fór á með þeim Pompeo og Guðlaugi Þór í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira