Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“ Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“
Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11