Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“ Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“
Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent