Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2019 17:19 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. Í frétt DV var rætt við Höllu Rut Bjarnadóttur, forsvarsmann starfsmannaleigunnar, þar sem hún taldi sig knúna til að leiðrétta rangfærslur í fréttaflutningi. Í samtali við DV segir Halla Rut að aðstæður Rúmenana hafi verið sýndar með villandi hætti í umfjöllun Stöðvar 2 um málið. Þar hafi verið gefið til kynna að mennirnir ættu ekki pening til þess að greiða leigu eða kaupa nauðsynjavörur en DV birtir skjáskot af bankareikningi sem sagður er vera í eigu starfsmanns og sýnir hann 691 þúsund krónur. Þá segir að starfsmennirnir hafi fengið mataraðstoð frá bæði ASÍ og Eflingu í kjölfar fréttaflutningsins sem þeir hafi notað til þess að kaupa mat sem þeir svo seldu til annarra Rúmena og birtir miðillinn myndband því til stuðnings.Ekki fótur fyrir fullyrðingunum Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið taki ásökunum um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega. Þau hafi grandskoðað það sem fram komi í fréttinni með túlki og segja engan fót vera fyrir þeim fullyrðingum sem fram komi í fréttinni. Fullyrðingar um hvernig mataraðstoðinni hafi verið ráðstafað séu rangar og myndbandið sem um ræðir renni engum stoðum undir fréttaflutninginn. Þá gagnrýnir Efling að nafngreindur maður sé sakaður um svik í fréttaflutningi DV og að upplýsingar af bankareikningi hans hafi verið gerðar opinberar. „Nafngreindur maður er vændur um lygar og svik í frétt og fyrirsögn, auk þess sem upplýsingar af bankabók hans frá því í fyrra eru opinberaðar. Hann fékk ekki tækifæri til að svara fyrir þessar ásakanir á hendur sér. Við höfum rætt við hann og fengið að skoða frá honum gögn og bankafærslur. Frásögn hans kemur engan veginn heim og saman við fréttaflutning DV,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Eflingar má lesa hér að neðan. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. Í frétt DV var rætt við Höllu Rut Bjarnadóttur, forsvarsmann starfsmannaleigunnar, þar sem hún taldi sig knúna til að leiðrétta rangfærslur í fréttaflutningi. Í samtali við DV segir Halla Rut að aðstæður Rúmenana hafi verið sýndar með villandi hætti í umfjöllun Stöðvar 2 um málið. Þar hafi verið gefið til kynna að mennirnir ættu ekki pening til þess að greiða leigu eða kaupa nauðsynjavörur en DV birtir skjáskot af bankareikningi sem sagður er vera í eigu starfsmanns og sýnir hann 691 þúsund krónur. Þá segir að starfsmennirnir hafi fengið mataraðstoð frá bæði ASÍ og Eflingu í kjölfar fréttaflutningsins sem þeir hafi notað til þess að kaupa mat sem þeir svo seldu til annarra Rúmena og birtir miðillinn myndband því til stuðnings.Ekki fótur fyrir fullyrðingunum Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið taki ásökunum um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega. Þau hafi grandskoðað það sem fram komi í fréttinni með túlki og segja engan fót vera fyrir þeim fullyrðingum sem fram komi í fréttinni. Fullyrðingar um hvernig mataraðstoðinni hafi verið ráðstafað séu rangar og myndbandið sem um ræðir renni engum stoðum undir fréttaflutninginn. Þá gagnrýnir Efling að nafngreindur maður sé sakaður um svik í fréttaflutningi DV og að upplýsingar af bankareikningi hans hafi verið gerðar opinberar. „Nafngreindur maður er vændur um lygar og svik í frétt og fyrirsögn, auk þess sem upplýsingar af bankabók hans frá því í fyrra eru opinberaðar. Hann fékk ekki tækifæri til að svara fyrir þessar ásakanir á hendur sér. Við höfum rætt við hann og fengið að skoða frá honum gögn og bankafærslur. Frásögn hans kemur engan veginn heim og saman við fréttaflutning DV,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Eflingar má lesa hér að neðan.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00
Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30