Brestur í blokkinni? Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, Ragnar Þór Ingólfsson,formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira