Davíð Oddsson sakaður um hómófóbíu Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2019 12:26 Fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins segir Staksteinahöfund forpokaðan hómófób í grjóthörðum pistli. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novators, vandar ritstjóra Morgunblaðsins ekki kveðjurnar. Hún sakar höfund Staksteina, sem er nafnlaus skoðanadálkur í Morgunblaðinu og skrifast þar með á ritstjóra, um hómófóbíu. „Staksteinar Moggans reyna að fela augljósa hómófóbíu sína á bakvið uppdiktaðar áhyggjur af tungumálinu. Nú eigi að breyta tungumálinu með því að fella orðin „faðir“ og „móðir“ á brott, allt til að mylja undir samkynhneigða. Þannig á að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Og heilaþvo lítil börn, eins og samkynhneigðir leitast auðvitað alltaf við að gera hvenær sem þeir fá á því færi,“ segir Ragnhildur í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Ragnhildur, sem sjálf er samkynhneigð en maki hennar er Hanna Katrín Friðriksson þingmaður og eiga þær tvær dætur, hefur einmitt fjallað um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Og þeim mun þyngri eru höggin því Ragnhildur var árum saman vel metinn blaðamaður Morgunblaðsins.Hrollvekjandi framtíðarsýn Orwells Í Staksteinum er vitnað til bloggs Gústafs Adolfs Skúlasonar, sem fjallar um hin nýju lög í Frakklandi sem til umræðu eru. Og vill hann meina að þar sjáist merki um að framtíðarhrollvekja George Orwells, þá í því sem snýr að „newspeak“ sé að koma á daginn. Ragnhildur gefur lítið fyrir þetta.Staksteinar dagsins fóru heldur öfugt ofan í fyrrverandi blaðamann Morgunblaðsins.„Ástæða þessa upphlaups Staksteina er að Frakkar munu hafa samþykkt ný skólalög, þar sem hugtökin „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“ koma í stað „faðir“ og „móðir“ í eyðublöðum skóla, t.d. þegar foreldri þurfa að gefa samþykki sitt til að börn fari í skólaferðalög, fái aðgang að mötuneyti o.s.frv. Franskir skólar hafa hingað til greinilega verið á sömu nótunum og þeir íslensku, þar sem foreldrar fá oftast nær eyðublöð í hendur þar sem gert er ráð fyrir að börnin séu öll í umsjá föður og móður. Svo er auðvitað alls ekki. Mörg börn búa hjá einstæðu foreldri. Sum hjá öðrum ættingjum. Og svo eru þau sem alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum, þessum sem sífellt reyna að eyðileggja hefðir aldanna sér í vil og skirrast ekki við að eyðileggja tungumálið,“ segir Ragnhildur.Hlutlægni er nú allur glæpurinn Hún segir að börn þessara foreldra, til dæmis dætur hennar og Hönnu Katrínar, verið snemma mjög sjóuð í að krota yfir „faðir“ og setja þar nafn hinnar móðurinnar. „En þetta fær alltaf dálítið á þau, að vera í hvert einasta skipti eitthvert frávik. Auðvitað nota þessi börn áfram orðin „faðir“ og „móðir“, en þau eiga ekki frá unga aldri að þurfa að krota í eyðublöð, sem gera ekki ráð fyrir tilveru þeirra og foreldra þeirra.“ Ragnhildur segir að þessi sé nú allur glæpurinn hjá Frökkum; þeir vilja gera eyðublöðin hlutlausari: „Þeir ætla ekki að fella niður orðin „faðir“ og „móðir“. En hjá Staksteinum og hjá skoðanabræðrum þeirra forpokuðu steinvala jafngildir breytingin því að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Ragnhildur heldur miskunnarlaus áfram og segir jafnframt að einu sinni hafi þáverandi biskup Íslands varað við því að ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband jafngilti það því að hjónabandinu sem stofnun væri varpað á öskuhauga sögunnar. „Hin aldagamla stofnun sem hjónabandið er er þá afnumin,“ sagði biskup árið 2006. „Hefur einhver orðið var við að hjónabandið hafi verið afnumið? Trúir fólk því að börn frá 3 ára aldri verði hér eftir heilaþvegin með nýju hugtökunum „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“, af því að þau verða notuð á eyðublöðum? Trúir fólk því, að með slíkum breytingum verði stefnt að 1984-samfélagi Orwells? Svona er grjótkast Moggans í dag:“ Félagsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novators, vandar ritstjóra Morgunblaðsins ekki kveðjurnar. Hún sakar höfund Staksteina, sem er nafnlaus skoðanadálkur í Morgunblaðinu og skrifast þar með á ritstjóra, um hómófóbíu. „Staksteinar Moggans reyna að fela augljósa hómófóbíu sína á bakvið uppdiktaðar áhyggjur af tungumálinu. Nú eigi að breyta tungumálinu með því að fella orðin „faðir“ og „móðir“ á brott, allt til að mylja undir samkynhneigða. Þannig á að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Og heilaþvo lítil börn, eins og samkynhneigðir leitast auðvitað alltaf við að gera hvenær sem þeir fá á því færi,“ segir Ragnhildur í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Ragnhildur, sem sjálf er samkynhneigð en maki hennar er Hanna Katrín Friðriksson þingmaður og eiga þær tvær dætur, hefur einmitt fjallað um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Og þeim mun þyngri eru höggin því Ragnhildur var árum saman vel metinn blaðamaður Morgunblaðsins.Hrollvekjandi framtíðarsýn Orwells Í Staksteinum er vitnað til bloggs Gústafs Adolfs Skúlasonar, sem fjallar um hin nýju lög í Frakklandi sem til umræðu eru. Og vill hann meina að þar sjáist merki um að framtíðarhrollvekja George Orwells, þá í því sem snýr að „newspeak“ sé að koma á daginn. Ragnhildur gefur lítið fyrir þetta.Staksteinar dagsins fóru heldur öfugt ofan í fyrrverandi blaðamann Morgunblaðsins.„Ástæða þessa upphlaups Staksteina er að Frakkar munu hafa samþykkt ný skólalög, þar sem hugtökin „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“ koma í stað „faðir“ og „móðir“ í eyðublöðum skóla, t.d. þegar foreldri þurfa að gefa samþykki sitt til að börn fari í skólaferðalög, fái aðgang að mötuneyti o.s.frv. Franskir skólar hafa hingað til greinilega verið á sömu nótunum og þeir íslensku, þar sem foreldrar fá oftast nær eyðublöð í hendur þar sem gert er ráð fyrir að börnin séu öll í umsjá föður og móður. Svo er auðvitað alls ekki. Mörg börn búa hjá einstæðu foreldri. Sum hjá öðrum ættingjum. Og svo eru þau sem alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum, þessum sem sífellt reyna að eyðileggja hefðir aldanna sér í vil og skirrast ekki við að eyðileggja tungumálið,“ segir Ragnhildur.Hlutlægni er nú allur glæpurinn Hún segir að börn þessara foreldra, til dæmis dætur hennar og Hönnu Katrínar, verið snemma mjög sjóuð í að krota yfir „faðir“ og setja þar nafn hinnar móðurinnar. „En þetta fær alltaf dálítið á þau, að vera í hvert einasta skipti eitthvert frávik. Auðvitað nota þessi börn áfram orðin „faðir“ og „móðir“, en þau eiga ekki frá unga aldri að þurfa að krota í eyðublöð, sem gera ekki ráð fyrir tilveru þeirra og foreldra þeirra.“ Ragnhildur segir að þessi sé nú allur glæpurinn hjá Frökkum; þeir vilja gera eyðublöðin hlutlausari: „Þeir ætla ekki að fella niður orðin „faðir“ og „móðir“. En hjá Staksteinum og hjá skoðanabræðrum þeirra forpokuðu steinvala jafngildir breytingin því að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Ragnhildur heldur miskunnarlaus áfram og segir jafnframt að einu sinni hafi þáverandi biskup Íslands varað við því að ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband jafngilti það því að hjónabandinu sem stofnun væri varpað á öskuhauga sögunnar. „Hin aldagamla stofnun sem hjónabandið er er þá afnumin,“ sagði biskup árið 2006. „Hefur einhver orðið var við að hjónabandið hafi verið afnumið? Trúir fólk því að börn frá 3 ára aldri verði hér eftir heilaþvegin með nýju hugtökunum „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“, af því að þau verða notuð á eyðublöðum? Trúir fólk því, að með slíkum breytingum verði stefnt að 1984-samfélagi Orwells? Svona er grjótkast Moggans í dag:“
Félagsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira