Allir keyri á áttatíu vegna ástands vega Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 12:00 Í drögum að nýjum umferðarlögum er lagt til að hámarkshraði allra ökutækja verði samræmdur. Vísir/Andri Marinó Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira