Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:01 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“ Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“
Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48
Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30
Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36