Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:01 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“ Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“
Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48
Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30
Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36