Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Ummæli Ceferin á Vísi hafa skapað mikinn usla. vísir/getty Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður. KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður.
KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22
Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00