Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 11:38 Árni Steingrímur hóf undirskriftarsöfnunina þar sem hvatt er til þess að RÚV sniðgangi Eurovision í Ísrael. Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael. Eurovision Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael.
Eurovision Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira