Mennirnir á bak við Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 17:04 Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Ásta Sif Árnadóttir Svo virðist vera sem mikil eftirvænting sé eftir framlagi hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni Sjónvarpsins en um 45% þátttakenda í óformlegri könnun Vísis töldu lag hennar eiga eftir að fara alla leið sem framlag Íslands í Eurovision. Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra og ljóst að þessi sveit og þetta framlag er ansi frábrugðið öðru því sem sést hefur í þessari sögufrægu keppni. Hljómsveitin hefur verið starfandi í hart nær þrjú ár og er þekkt fyrir bdsm-klæðnað og listræna gjörninga og hefur hljómsveitin leikið sér að því að senda frá villandi upplýsingar til að sveipa þessu bandi nokkurri dulúð. Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara.FréttablaðiðMatthías Tryggvi er söngvari Hatara en hann er útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur starfað undanfarið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins.Klemens Hannigan, annar af söngvurum Hatara.YouTubeKlemens Hannigan er einnig söngvari í sveitinni en hann er útskrifaður húsgagnasmiður frá Tækniskólanum en ætla má að námið hafi nýst honum vel því hann hannaði og smíðaði sviðsmynd við nýtt myndband við Söngvakeppnis-framlag sveitarinnar sem var frumsýnt í dag.Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara. FBL/Anton BrinkEinar Stefánsson starfar hjá Red Bull á Íslandi og var í viðtali við Fréttablaðið um daginn þar sem hann ræddi um tónlistarakademíu Red Bull og hvatti íslenska tónlistarmenn til að sækja um. Svikamylla ehf. er rekstraraðili Hatara en fyrirtækið á og rekur vefinn Iceland Music News þar sem einungis er að finna fréttir um sveitina.Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News.SkjáskotSveitin tilkynnti með miklum látum um lokatónleika sína á síðasta ári sem fóru fram á skemmtistaðnum Húrra við mikla hrifningu viðstaddra. Það gerði sveitin þó hún væri bókuð á hollensku tónlistarhátíðina Eurosonic sem fór fram í janúar síðastliðnum. Sveitin mun keppa á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram laugardagskvöldið 9. febrúar næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Svo virðist vera sem mikil eftirvænting sé eftir framlagi hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni Sjónvarpsins en um 45% þátttakenda í óformlegri könnun Vísis töldu lag hennar eiga eftir að fara alla leið sem framlag Íslands í Eurovision. Hatari mun flytja lagið Hatrið mun sigra og ljóst að þessi sveit og þetta framlag er ansi frábrugðið öðru því sem sést hefur í þessari sögufrægu keppni. Hljómsveitin hefur verið starfandi í hart nær þrjú ár og er þekkt fyrir bdsm-klæðnað og listræna gjörninga og hefur hljómsveitin leikið sér að því að senda frá villandi upplýsingar til að sveipa þessu bandi nokkurri dulúð. Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara.FréttablaðiðMatthías Tryggvi er söngvari Hatara en hann er útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur starfað undanfarið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins.Klemens Hannigan, annar af söngvurum Hatara.YouTubeKlemens Hannigan er einnig söngvari í sveitinni en hann er útskrifaður húsgagnasmiður frá Tækniskólanum en ætla má að námið hafi nýst honum vel því hann hannaði og smíðaði sviðsmynd við nýtt myndband við Söngvakeppnis-framlag sveitarinnar sem var frumsýnt í dag.Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara. FBL/Anton BrinkEinar Stefánsson starfar hjá Red Bull á Íslandi og var í viðtali við Fréttablaðið um daginn þar sem hann ræddi um tónlistarakademíu Red Bull og hvatti íslenska tónlistarmenn til að sækja um. Svikamylla ehf. er rekstraraðili Hatara en fyrirtækið á og rekur vefinn Iceland Music News þar sem einungis er að finna fréttir um sveitina.Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News.SkjáskotSveitin tilkynnti með miklum látum um lokatónleika sína á síðasta ári sem fóru fram á skemmtistaðnum Húrra við mikla hrifningu viðstaddra. Það gerði sveitin þó hún væri bókuð á hollensku tónlistarhátíðina Eurosonic sem fór fram í janúar síðastliðnum. Sveitin mun keppa á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram laugardagskvöldið 9. febrúar næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45
Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni. 1. febrúar 2019 15:30
Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38