Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2019 20:00 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30