Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 09:17 Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984. Vísir/AP Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum og demókrati, hefur beðist afsökunar en virðist ætla að sitja áfram í embætti eftir að gömul mynd af honum í rasískum grímubúningi skaut upp kollinum. Kallað hefur verið eftir afsögn ríkisstjórans vegna málsins, meðal annars innan Demókrataflokksins. Hægrisinnaður vefmiðill gróf upp mynd sem birtist í árbók læknaskóla þar sem Northam nam frá árinu 1984 og birti í gær. Á henni sjást tveir menn í grímubúningi. Annar þeirra er klæddur í Kú Klúx Klan-kufl en hinn hefur litað húð sína dökka til að líkjast blökkumanni. Myndin hefur vakið mikla hneykslan vestanhafs. Northam sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að þetta væri hann á „klárlega rasískri og móðgandi“ mynd. Northam skýrði þó ekki í hvorum búningnum hann var. „Ég iðrast innilega ákvörðunarinnar sem ég tók um að birtast eins og ég gerði á þessari mynd og vegna sársaukans sem sú ákvörðun olli þá og nú,“ sagði ríkisstjórinn. Hegðunin sem birtist á myndinni væri ekki lýsandi fyrir þann mann sem hann hefði að geyma í dag. Northam var á meðal fyrstu stjórnmálaleiðtoga í Virginíu sem kallaði eftir því að minnisvarðar um Suðurríkin yrðu fjarlægðir í Virginíu eftir ofbeldisfulla samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville árið 2017 þar sem kona lést þegar nýnasisti ók inn í hóp fólks í þröngri götu.Northam átti í vök að verjast fyrir eftir að hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp sem myndi leyfa þungunarrof hlutfallslega seint á meðgöngu.Vísir/APNortham segist engu að síður ætla að sitja út kjörtímabil sitt en hann á þrjú ár eftir í embætti. Kröfur um að hann segi af sér hafa á meðan hrannast inn, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Demókrataflokknum. Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, Kamala Harris, Elizabeth Warren, Kirsten Gillibrand, Cory Booker og Julián Castro, frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, eru á meðal þeirra sem vilja að Northam víki, að sögn Washington Post. Segi Northam af sér tæki Justin Fairfax, vararíkisstjóri, við embætti ríkisstjóra. Fairfax er blökkumaður og hefur barist ötullega gegn táknum Suðurríkjanna í Virginíu sem á sér sögu kynþáttamisréttis. Hann sæti út kjörtímabil Northam.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira