Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. FBL/Stefán Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, mun á morgun mæta í viðtalsþáttinn Silfrið á RÚV til að svara fyrir ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur hingað til alfarið neitað sök fyrir utan að viðurkenna að hafa sent systurdóttur eiginkonu sinnar óviðeigandi bréf. Þetta verður í fyrsta sinn sem Jón Baldvin samþykkir að koma í viðtal til að ræða ásakanirnar en fyrir hálfum mánuði sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Guðrún Harðardóttir systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greinir frá því að Jón Baldvin hafi sent sér klámfengin bréf. Í yfirlýsingu sem Jón Baldvin birti í Fréttablaðinu 19. janúar viðurkenndi hann að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda Guðrúnu óviðeigandi bréf. Guðrún stofnaði Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns. Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og annar tveggja þáttastjórnanda tilkynnti um viðtalið á Facebook-síðu sinni en Jón Baldvin verður í Silfrinu á morgun klukkan 11:00. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, mun á morgun mæta í viðtalsþáttinn Silfrið á RÚV til að svara fyrir ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur hingað til alfarið neitað sök fyrir utan að viðurkenna að hafa sent systurdóttur eiginkonu sinnar óviðeigandi bréf. Þetta verður í fyrsta sinn sem Jón Baldvin samþykkir að koma í viðtal til að ræða ásakanirnar en fyrir hálfum mánuði sendi hann frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Guðrún Harðardóttir systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greinir frá því að Jón Baldvin hafi sent sér klámfengin bréf. Í yfirlýsingu sem Jón Baldvin birti í Fréttablaðinu 19. janúar viðurkenndi hann að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda Guðrúnu óviðeigandi bréf. Guðrún stofnaði Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns. Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og annar tveggja þáttastjórnanda tilkynnti um viðtalið á Facebook-síðu sinni en Jón Baldvin verður í Silfrinu á morgun klukkan 11:00.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36
Yfirlýsing frá Jóni Baldvin Hannibalssyni: Án dóms og laga Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann. 19. janúar 2019 06:00
Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30