Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 14:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið