Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem saka hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. Jón Baldvin ræddi við fréttastofu fyrr í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Ég hef svarað öllum framkomnum ásökunum frá nafngreindum persónum,“ segir Jón Baldvin. „Ég get ekki, frekar en lögreglan, svarað ónafngreindum ásökunum. Það er ekki hægt. Hvernig á ég að gera það, gætir þú það?“ spyr Jón Baldvin. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Jón Baldvin segir það atvik hafa verið sviðsett. Sú skýring Jóns Baldvin er þó að mati Carmen Jóhannsdóttur, ein af þeim sem steig fram í frétt Stundarinnar, fráleit. Tengir ásakanirnar við væntanlega bók um störf hans Facebook-hópurinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson var stonfaður fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns og taka stjórnendur hans meðal annars við sögum frá þeim sem ekki treysta sér að koma fram undir nafni. Við þetta virðist Jón Baldvin ekki vera sáttur. Sjá einnig: Það er algjörlega fráleitt að þetta hafi verið sviðsett“ „Ef að einhver ber þig svívirðilegum sökum, nafnlaus á netinu eða á fjölmiðlum, hvernig ætlarðu að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta var kallað gróusögur í gamla daga. Þetta er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá frammi fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið.Vísir/Vilhelm Þá segist Jón Baldvin helst telja að rekja mætti það að konurnar fjórar stigu fram í Stundinni til þess að til hafi staðið að gefa út bók hinum til heiðurs. Halda átti málþing um störf hans auk þess sem að fólki stóð til boða að skrá sig fyrir heillaóskum í bókinni. „Þeir sem voru að leita eftir áskrift fyrirfram og heillaóskum urðu fljótlega varir við það að fólk var hrætt og sumir drógu nöfn sín til baka, aðspurðir hvers vegna. Vegna þess að þeim var hótað öllu illla. Þeir væri að bendla sig við nafn manns sem lægi undir ásökunum um að vera kynferðisbrotamaður. Þetta fólk dró sig til baka,“ segir Jón Baldvin. „Ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og ég pota ekki í brjóst“ Ítrekar hann að takast ætti á um ásakanir á hendur honum fyrir dómstólum. „Í réttarríki höfum við dómstóla til að útkljá svona mál. Það er ekki nógu gott að ásökunin ein sé sama og niðurstaða dóms. Ef að svona alvarlegar ásakanir koma fram þá á að rannsaka þær, það á afla gagna og það á bera þær undir óhlutdrægan dómara og fá niðurstöðu um hvað er satt og hvað er logið,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Margar af þeim sögum sem birtar hafa verið í Facebook-hópnum umrædda snúa að því að Jón Baldvin hafi snert konur á óviðurkvæmilegan hátt. Hann þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað. „Nú skal ég svara eins ærlega og ég get. Í fyrsta lagi, ég er ekki nauðgari. Í öðru lagi, ég hef aldrei beitt neina konu ofbeldi, hvorki heimilisofbeldi né neinu öðru ofbeldi,“ segir Jón Baldvin og bætir við. „Ég er ekki káfari, ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og pota ekki í brjóst á ókunnugum konum. Það er bara bull,“ segir Jón Baldvin Það eru margar sögur sem segja að þú hafir verið í glasi. Getur verið að þarna sé um atvik að ræða sem þú munir ekki eftir? „Nú segir þú „getur verið.“ Mitt svar við því, ég get ekki svarað nafnlausum ásökunum en ef þær koma fram undir nafni skulum við skoða það, „case by case“.““ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. 3. febrúar 2019 18:13 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem saka hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök. Jón Baldvin ræddi við fréttastofu fyrr í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Ég hef svarað öllum framkomnum ásökunum frá nafngreindum persónum,“ segir Jón Baldvin. „Ég get ekki, frekar en lögreglan, svarað ónafngreindum ásökunum. Það er ekki hægt. Hvernig á ég að gera það, gætir þú það?“ spyr Jón Baldvin. Í frétt Stundarinnar sem birtist 11. janúar voru birtar ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Jón Baldvin segir það atvik hafa verið sviðsett. Sú skýring Jóns Baldvin er þó að mati Carmen Jóhannsdóttur, ein af þeim sem steig fram í frétt Stundarinnar, fráleit. Tengir ásakanirnar við væntanlega bók um störf hans Facebook-hópurinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson var stonfaður fyrir skömmu en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns og taka stjórnendur hans meðal annars við sögum frá þeim sem ekki treysta sér að koma fram undir nafni. Við þetta virðist Jón Baldvin ekki vera sáttur. Sjá einnig: Það er algjörlega fráleitt að þetta hafi verið sviðsett“ „Ef að einhver ber þig svívirðilegum sökum, nafnlaus á netinu eða á fjölmiðlum, hvernig ætlarðu að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta var kallað gróusögur í gamla daga. Þetta er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá frammi fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið.Vísir/Vilhelm Þá segist Jón Baldvin helst telja að rekja mætti það að konurnar fjórar stigu fram í Stundinni til þess að til hafi staðið að gefa út bók hinum til heiðurs. Halda átti málþing um störf hans auk þess sem að fólki stóð til boða að skrá sig fyrir heillaóskum í bókinni. „Þeir sem voru að leita eftir áskrift fyrirfram og heillaóskum urðu fljótlega varir við það að fólk var hrætt og sumir drógu nöfn sín til baka, aðspurðir hvers vegna. Vegna þess að þeim var hótað öllu illla. Þeir væri að bendla sig við nafn manns sem lægi undir ásökunum um að vera kynferðisbrotamaður. Þetta fólk dró sig til baka,“ segir Jón Baldvin. „Ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og ég pota ekki í brjóst“ Ítrekar hann að takast ætti á um ásakanir á hendur honum fyrir dómstólum. „Í réttarríki höfum við dómstóla til að útkljá svona mál. Það er ekki nógu gott að ásökunin ein sé sama og niðurstaða dóms. Ef að svona alvarlegar ásakanir koma fram þá á að rannsaka þær, það á afla gagna og það á bera þær undir óhlutdrægan dómara og fá niðurstöðu um hvað er satt og hvað er logið,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Margar af þeim sögum sem birtar hafa verið í Facebook-hópnum umrædda snúa að því að Jón Baldvin hafi snert konur á óviðurkvæmilegan hátt. Hann þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað. „Nú skal ég svara eins ærlega og ég get. Í fyrsta lagi, ég er ekki nauðgari. Í öðru lagi, ég hef aldrei beitt neina konu ofbeldi, hvorki heimilisofbeldi né neinu öðru ofbeldi,“ segir Jón Baldvin og bætir við. „Ég er ekki káfari, ég káfa ekki á konum, ég klíp ekki konur og pota ekki í brjóst á ókunnugum konum. Það er bara bull,“ segir Jón Baldvin Það eru margar sögur sem segja að þú hafir verið í glasi. Getur verið að þarna sé um atvik að ræða sem þú munir ekki eftir? „Nú segir þú „getur verið.“ Mitt svar við því, ég get ekki svarað nafnlausum ásökunum en ef þær koma fram undir nafni skulum við skoða það, „case by case“.““
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. 3. febrúar 2019 18:13 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. 3. febrúar 2019 18:13
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02