Bloggsíða með sögum um áreitni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. febrúar 2019 06:00 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta kemur náttúrlega í kjölfarið á því að hann þurfti endilega að vera að klípa Carmen í rassinn í sumar,“ segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna bloggsíðu sem opnuð verður í dag með frásögnum af meintri kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Guðrún Harðardóttir. „Núna er rétti tíminn,“ segir Guðrún sem er systurdóttir eiginkonu Jóns. Hún er einn stjórnenda Facebook-hópsins #metoo Jón Baldvin Hannibalsson þar sem margar konur segja sögur af ósæmilegri hegðun sem Jón á að hafa sýnt í gegn um marga áratugi. Hún segir bloggsíðuna verða opnaða með yfirlýsingu og síðan fylgi frásagnir. „Þetta eru um 20 sögur, mjög fjölbreyttar og mjög mismunandi, af því að þær gefa mjög skýra mynd af hegðun hans í gegn um árin og af alvarleika málsins,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. Áherslan eigi að vera á Jón en ekki tilfinningalíf fórnarlamba hans. „Við nennum ekki að vinna við þetta alla ævi. Flestar okkar eru þegar búnar að vera í þessu stríði frá því við vorum tíu til fimmtán ára og við erum á öllum aldri.“ Aðeins þessi eina færsla verður sett á metoo-jonbaldvin.blog.is. „En metoo-síðan á Facebook mun lifa góðu lífi,“ segir Guðrún. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
„Þetta kemur náttúrlega í kjölfarið á því að hann þurfti endilega að vera að klípa Carmen í rassinn í sumar,“ segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna bloggsíðu sem opnuð verður í dag með frásögnum af meintri kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Guðrún Harðardóttir. „Núna er rétti tíminn,“ segir Guðrún sem er systurdóttir eiginkonu Jóns. Hún er einn stjórnenda Facebook-hópsins #metoo Jón Baldvin Hannibalsson þar sem margar konur segja sögur af ósæmilegri hegðun sem Jón á að hafa sýnt í gegn um marga áratugi. Hún segir bloggsíðuna verða opnaða með yfirlýsingu og síðan fylgi frásagnir. „Þetta eru um 20 sögur, mjög fjölbreyttar og mjög mismunandi, af því að þær gefa mjög skýra mynd af hegðun hans í gegn um árin og af alvarleika málsins,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. Áherslan eigi að vera á Jón en ekki tilfinningalíf fórnarlamba hans. „Við nennum ekki að vinna við þetta alla ævi. Flestar okkar eru þegar búnar að vera í þessu stríði frá því við vorum tíu til fimmtán ára og við erum á öllum aldri.“ Aðeins þessi eina færsla verður sett á metoo-jonbaldvin.blog.is. „En metoo-síðan á Facebook mun lifa góðu lífi,“ segir Guðrún.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00