Snjóflóðið hæglega getað sópað fólki niður í fjöru Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. febrúar 2019 15:45 Óli Stefán Flóventsson ók inn í snjóflóðið í morgun. Aðsend Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38
Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08