Lamborghini takmarkar framleiðsluna Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2019 21:00 Lamborghini Urus í reynsluakstri á Íslandi. Afskaplega vel gengur hjá Lamborghini og í fyrra varð 51% söluaukning hjá fyrirtækinu og vart dæmi um annað eins hjá bílaframleiðanda, nema helst þá í tilfelli Tesla. Sala Lamborghini bíla náði nýjum hæðum í fyrra og var 5.750 eintök, en rétt er að hafa í huga að sala Lamborghini var aðeins 1.302 bílar árið 2010 og hefur aukist stórum skrefum síðan. Ástæðan fyrir því að forstjóri Lamborghini, Stefano Domenicali, vill takmarka framleiðsluna árið 2020 við 8.000 bíla er til að vernda ímynd bíla þeirra líkt og Ferrari hefur gert síðustu ár.Urus tvöfaldar söluna Í ár stefnir í 8.000 bíla sölu hjá Lamborghini á fyrsta heila árinu sem Urus jeppi fyrirtækisins er í sölu, en viðtökurnar við þeim bíl hafa verið með ólíkindum og liggja pantanir fyrir í bílinn sem nema allri framleiðslu hans í ár. Það þýðir um 4.500 bíla sölu á Urus og meira en tvöföldun sölu Lamborghini frá árinu 2017 til 2019. Það myndi sem sagt þýða 40% aukningu á sölu hjá Lamborghini í ár, í kjölfar 51% aukningar í fyrra. Ferrari hefur áður lýst því yfir að fyrirtækið hafi takmarkað eigin framleiðslu við 7.000 bíla, en allar líkur eru þó á því að fram úr því hafi verið farið í fyrra og að framleiðslan hafi náð yfir 9.000 bílum. Ferrari hefur ekki enn birt sölutölur frá því í fyrra. Þau eru nokkuð öfundsverð vandamálin sem Lamborghini og Ferrari glíma við þessa dagana. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent
Afskaplega vel gengur hjá Lamborghini og í fyrra varð 51% söluaukning hjá fyrirtækinu og vart dæmi um annað eins hjá bílaframleiðanda, nema helst þá í tilfelli Tesla. Sala Lamborghini bíla náði nýjum hæðum í fyrra og var 5.750 eintök, en rétt er að hafa í huga að sala Lamborghini var aðeins 1.302 bílar árið 2010 og hefur aukist stórum skrefum síðan. Ástæðan fyrir því að forstjóri Lamborghini, Stefano Domenicali, vill takmarka framleiðsluna árið 2020 við 8.000 bíla er til að vernda ímynd bíla þeirra líkt og Ferrari hefur gert síðustu ár.Urus tvöfaldar söluna Í ár stefnir í 8.000 bíla sölu hjá Lamborghini á fyrsta heila árinu sem Urus jeppi fyrirtækisins er í sölu, en viðtökurnar við þeim bíl hafa verið með ólíkindum og liggja pantanir fyrir í bílinn sem nema allri framleiðslu hans í ár. Það þýðir um 4.500 bíla sölu á Urus og meira en tvöföldun sölu Lamborghini frá árinu 2017 til 2019. Það myndi sem sagt þýða 40% aukningu á sölu hjá Lamborghini í ár, í kjölfar 51% aukningar í fyrra. Ferrari hefur áður lýst því yfir að fyrirtækið hafi takmarkað eigin framleiðslu við 7.000 bíla, en allar líkur eru þó á því að fram úr því hafi verið farið í fyrra og að framleiðslan hafi náð yfir 9.000 bílum. Ferrari hefur ekki enn birt sölutölur frá því í fyrra. Þau eru nokkuð öfundsverð vandamálin sem Lamborghini og Ferrari glíma við þessa dagana.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent