Saman á móti rest í stjórnarskrármálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2019 07:15 Bjarni og Sigmundur eru sammála um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fréttablaðið/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent