Logi brjálaður út í Daníel: Neitaði landsliðskallinu og missti því af HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 13:30 Logi Geirsson s2 sport Logi Geirsson sagði Daníel Frey Andrésson, markmann Vals í Olísdeild karla, hafa neitað að mæta í landsliðsverkefni með íslenska karlalandsliðinu á milli jóla og nýárs. Daníel hefði farið á HM í Þýskalandi og Danmörku hefði hann mætt í þetta verkefni að mati Loga. Seinni bylgjan mætti aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi eftir langt frí vegna HM í handbolta. Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru sérfræðingar Tómasar Þórs Þórðarsonar. „Ég er rosalega ósáttur með Daníel Frey Andrésson. Ég er búinn að vera sá maður sem er búinn að tala hvað mest fyrir því að hann sé besti maðurinn í deildinni og eigi að vera í landsliðinu og svona,“ sagði Logi. „Hann fékk kallið núna á milli jóla og nýárs frá landsliðinu en neitaði að mæta afþví hann var í Svíþjóð og vildi vera með kærustunni sinni.“ „Hann hefði spilað á HM. Ég er brjálaður út í hann.“Daníel Freyr Andrésson ver mark Valsvísir/vilhelm„Þetta finnst mér „unprofessional“, ég er brjálaður út í hann og hrósa honum ekki meir í þáttunum það sem eftir er.“ Tómas Þór benti á það að þannig varð það einmitt að sá leikmaður sem var kallaður inn í landsliðshópinn á milli jóla og nýárs, Ágúst Elí Björgvinsson, var sá sem fór á HM ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. „Já, ég er að segja það, hann [Daníel] hefði farið.“ „Ég er búinn að vera í þrjú ár að bíða eftir þessu, hann er akkúrat gaurinn sem hefði komið og orðið Bjöggi í Peking, þess vegna er ég brjálaður út í hann.“ Logi bakkaði aðeins með orð sín að hann ætlaði aldrei að hrósa honum aftur en það var ekki að sjá að hann myndi taka Valsmanninn aftur í sátt á næstu dögum. Eldræðu Loga má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Logi segir Daníel hafa neitað landsliðinu Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
Logi Geirsson sagði Daníel Frey Andrésson, markmann Vals í Olísdeild karla, hafa neitað að mæta í landsliðsverkefni með íslenska karlalandsliðinu á milli jóla og nýárs. Daníel hefði farið á HM í Þýskalandi og Danmörku hefði hann mætt í þetta verkefni að mati Loga. Seinni bylgjan mætti aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi eftir langt frí vegna HM í handbolta. Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru sérfræðingar Tómasar Þórs Þórðarsonar. „Ég er rosalega ósáttur með Daníel Frey Andrésson. Ég er búinn að vera sá maður sem er búinn að tala hvað mest fyrir því að hann sé besti maðurinn í deildinni og eigi að vera í landsliðinu og svona,“ sagði Logi. „Hann fékk kallið núna á milli jóla og nýárs frá landsliðinu en neitaði að mæta afþví hann var í Svíþjóð og vildi vera með kærustunni sinni.“ „Hann hefði spilað á HM. Ég er brjálaður út í hann.“Daníel Freyr Andrésson ver mark Valsvísir/vilhelm„Þetta finnst mér „unprofessional“, ég er brjálaður út í hann og hrósa honum ekki meir í þáttunum það sem eftir er.“ Tómas Þór benti á það að þannig varð það einmitt að sá leikmaður sem var kallaður inn í landsliðshópinn á milli jóla og nýárs, Ágúst Elí Björgvinsson, var sá sem fór á HM ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. „Já, ég er að segja það, hann [Daníel] hefði farið.“ „Ég er búinn að vera í þrjú ár að bíða eftir þessu, hann er akkúrat gaurinn sem hefði komið og orðið Bjöggi í Peking, þess vegna er ég brjálaður út í hann.“ Logi bakkaði aðeins með orð sín að hann ætlaði aldrei að hrósa honum aftur en það var ekki að sjá að hann myndi taka Valsmanninn aftur í sátt á næstu dögum. Eldræðu Loga má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Logi segir Daníel hafa neitað landsliðinu
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira