Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 17:42 Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag. Vegtollar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag.
Vegtollar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira