Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 20:49 Bryndís Haraldsdóttir er einn af varaforsetum Alþingis. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Sjá meira
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20