Strætó og rúta full af ferðamönnum út af veginum í Hveradalabrekku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 10:12 Frá Hellisheiði í morgun. Vísir/Jói K Leið 51 hjá Hópbílum sem ekur fyrir Strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og rúta full af ferðamönnum lentu í hremmingum á leiðinni austur Hellisheiði í morgun. Strætisvagninn fór út af veginum rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Einn farþegi var í vagninum til viðbótar við bílstjórann en hvorugur slasaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var pantaður leigubíll fyrir farþegann frá Hveragerði til að flytja farþegann, sem var á hraðferð, austur á Selfoss. Unnið er að því að koma vagninum aftur upp á veginn. Þá fór rúta Reykjavík Sightseeing út af sama vegi, um 100 metra frá en bæði er hvasst og hált á heiðinni. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru í rútunni en enginn slasaður.Fréttin var uppfærð 10:34 með upplýsingum um rútuna sem fór út af. Í fyrri útgáfu sagði að rútan væri á vegum Reykjavík Excursions. Beðist er velvirðingar á þessu.Rúta með ferðamenn fór útaf veginum.Vísir/JóiKFærð og aðstæður af vef Vegagerðarinnar klukkan 9:42.Suðvesturland: Víða greiðfært en hálka er á Hellisheiði, á Mosfellsheiði og í Kjós en hálkublettir á Þrengslum. Krýsuvíkurvegur og Bláfjallavegur eru ófærir. Flughálka er á Kjósarskarði og á Vatnsleysuströnd. Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja víðast hvar. Þungfært er um Brattabrekku en ófært er um Álftafjörð. Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hvasst er víða og nokkur skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdán og á hálsunum í Reykhólasveit. Þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi en ófært er um Klettsháls. Norðurland: Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum. Éljagangur er í Eyjafirði og upp á Öxnadalsheiði. Þæfingur er í Dalsmynni. Norðausturland: Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingur er á Hófaskarði og Hálsum en þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. Ófært er um Hólasand. Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Snjóþekja og éljagangur eða snjókoma ásamt töluverðum vindi er suður með ströndinni. Þungfært er á Jökuldalsvegi efri og á Skriðdalsvegi (937).Á Hellisheiði í morgun.Vísir/Kristófer Samgöngur Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Leið 51 hjá Hópbílum sem ekur fyrir Strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og rúta full af ferðamönnum lentu í hremmingum á leiðinni austur Hellisheiði í morgun. Strætisvagninn fór út af veginum rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Einn farþegi var í vagninum til viðbótar við bílstjórann en hvorugur slasaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var pantaður leigubíll fyrir farþegann frá Hveragerði til að flytja farþegann, sem var á hraðferð, austur á Selfoss. Unnið er að því að koma vagninum aftur upp á veginn. Þá fór rúta Reykjavík Sightseeing út af sama vegi, um 100 metra frá en bæði er hvasst og hált á heiðinni. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru í rútunni en enginn slasaður.Fréttin var uppfærð 10:34 með upplýsingum um rútuna sem fór út af. Í fyrri útgáfu sagði að rútan væri á vegum Reykjavík Excursions. Beðist er velvirðingar á þessu.Rúta með ferðamenn fór útaf veginum.Vísir/JóiKFærð og aðstæður af vef Vegagerðarinnar klukkan 9:42.Suðvesturland: Víða greiðfært en hálka er á Hellisheiði, á Mosfellsheiði og í Kjós en hálkublettir á Þrengslum. Krýsuvíkurvegur og Bláfjallavegur eru ófærir. Flughálka er á Kjósarskarði og á Vatnsleysuströnd. Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja víðast hvar. Þungfært er um Brattabrekku en ófært er um Álftafjörð. Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hvasst er víða og nokkur skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdán og á hálsunum í Reykhólasveit. Þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi en ófært er um Klettsháls. Norðurland: Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum. Éljagangur er í Eyjafirði og upp á Öxnadalsheiði. Þæfingur er í Dalsmynni. Norðausturland: Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingur er á Hófaskarði og Hálsum en þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. Ófært er um Hólasand. Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Snjóþekja og éljagangur eða snjókoma ásamt töluverðum vindi er suður með ströndinni. Þungfært er á Jökuldalsvegi efri og á Skriðdalsvegi (937).Á Hellisheiði í morgun.Vísir/Kristófer
Samgöngur Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira