Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:39 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í húsakynnum sáttasemjara að loknum einum samningafundi. vísir/vilhelm Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24