Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 19:19 Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Algjör upplausn er í umhverfis- og samgöngunefnd vegna sundrungar og ósamkomulags um nýjan formann nefndarinnar í stað Bergþórs Ólasonar, sem hvorki nýtur stuðnings stjórnarþingmanna né annarra stjórnarandstöðuflokka en Miðflokksins. Svo gæti farið að stjórnarandstaðan missti einn af þremur nefndarformanna sinna. Enginn flokkur annar en Miðflokkurinn styður að Bergþór verði áfram formaður nefndarinnar sem er ein þriggja nefnda sem stjórnarandstaðan hefur formennsku í samkvæmt samkomulagi við stjórnarmeirihlutann.Á sama tíma og alþingismenn eru á öðrum degi umræðna um samgönguáætlun sem ekki sér fyrir endann á ríkir alger upplausn í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hefur ekki verið hægt að funda í rúma viku vegna þess að fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum geta ekki sætt sig við að Bergþór Ólafsson sitji áfram sem formaður nefndarinnar. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur Fólksins hafa sagt að einföld lausn sé til þannig að tryggja megi vinnufrið í nefndinni og samkomulag um skiptingu formannsembætta milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. „Sem er að Miðflokkurinn skipi nýjan mann til að gegna formannsstöðunni í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einfalt mál. En einhverra hluta vegna virðast miðflokksmenn ekki vera hrifnir af þeirri lausn,” segir Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna Ekki hefur orðið að tveimur síðustu reglulegu fundum nefndarinnar vegna þessa. En skipi Miðflokkurinn ekki annan formann eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa fulltrúa í nefndinni tilbúnir með tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn verði formaður. „Það fyndist mér líka vera ágætis lausn. En auðvitað eru það ríkisstjórnarflokkarnir sem eru með meirihluta í nefndinni sem segja síðasta orðið um þetta,” segir Oddný. En ef þetta yrði tillaga er ljóst að einn stjórnarliði í nefndinni, Rósa Björk Brynjólfsdóttir myndi greiða atkvæði með stjórnarandstöðunni. „Minnihlutinn á þetta formannssæti. Mér finnst eðlilegt ef það kemur tillaga frá minnihlutanum um formann að þá að sjálfsögðu mun ég styðja það,” segir Rósa Björk. En það dugar ekki til ef aðrir stjórnarliðar leggjast gegn tillögunni nema bæði fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi utan flokka þingmanna styðji það einnig. Eins víst er að þá komi fram tillaga um að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar. Oddný segir skrýtið ef stjórnarmeirihlutinn nýtti stöðuna til að brjóta samkomulag við stjórnarandstöðuna. „Og ég væri líka mjög hissa á því ef Miðflokknum fyndist það betri lausn heldur en að skipa sinn eign mann í sætið,” segir Oddný. Og Rósa Björk vill taka Miðflokkinn alfarið út úr umræðunni um stöðuna í nefndinni. „Mér finnst kominn tími til þess að skilja Miðflokkinn aðeins út úr þessum viðræðum. Hætta að láta Miðflokkinn hafa dagskrárvaldið í nefndinni og á þinginu,” segir Rósa Björk. Hvorki formaður né þingflokksformaður Miðflokksins þáðu viðtal vegna þessarar fréttar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira