Fótbolti

Viðbrögð Geirs við könnun kvöldsins: Hef enga trú á þessum tölum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tölur kvöldsins.
Tölur kvöldsins. mynd/skjáskot/s2s
Miðað við könnun íþróttadeildar verður Guðni Bergsson áfram formaður KSÍ en hann berst um formannsstólinn við Geir Þorsteinsson á ársþingi KSÍ sem fer fram á laugardaginn.

Könnun íþróttadeildar var fyrst birt í kappræðum Geirs og Guðna á Stöð 2 Sport í kvöld.

„Ég trúi ekki þessari spá eða þessum tölum. Ég held að þetta endurspegli ekki þá stöðu sem er í hreyfingunni,“ voru fyrstu viðbrögð Geirs í þættinum í kvöld áður en Guðni var spurður álits:

„Ég hef fundið mikinn meðbyr og mikinn stuðning við mínum málflutningi. Ég er mjög bjartsýnn en þetta er heldur hærra en ég bjóst við. Ég er þakklátur fyrir stuðninginn og þetta lítur vel út. Maður verður að segja það.“

Geir er þó hvergi nærri hættur og ætlar að halda áfram baráttu sinni fram á laugardaginn.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu á laugardaginn en ég hef enga trú á þessum tölum,“ sagði Geir.


Tengdar fréttir

Könnun íþróttadeildar: Guðni er að valta yfir Geir

Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis stóð fyrir könnun á meðal aðildarfélaga KSÍ um hvaða formannsframbjóðanda félögin ætluðu að kjósa. Sú könnun kom afar vel út fyrir sitjandi formann, Guðna Bergsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×