Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 11:54 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55