Samtökin ´78 fá 15 milljónir til að sinna fræðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2019 13:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur, formanni Samtakanna '78. Stjórnarráðið Forsætisráðuneytið og Samtökin ´78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa gert með sér samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, undirrituðu samning þessa efnis í Stjórnarráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Samningurinn gildir frá 15. febrúar 2019 til 15. febrúar 2020 og greiðir forsætisráðuneytið Samtökunum ´78 15 milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til. Árið 2018 voru fjárframlög ríkisins á grundvelli þjónustusamnings velferðarráðuneytisins og Samtakanna tvöfölduð úr 6 í 12 milljónir króna. Kveðið er á um að framkvæmd verkefna samkvæmt samningnum fari fram í nánu samráði við skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Greint var frá því í gær að samningur af svipuðum toga hefði verið gerður við Kvenréttindafélag Íslands sem fól í sér 10 milljóna króna framlag frá ríkinu. Í samræmi við áherslur stjórnvalda verður ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 eflt með fjárframlagi forsætisráðuneytisins. Þannig er samningnum ætlað að stuðla að hinseginvænu samfélagi og auknum sýnileika hinsegin fólks. Skal þjónusta þessi beinast annars vegar að hinsegin einstaklingum og aðstandendum þeirra og hins vegar að fagfólki í almannaþjónustu s.s. í opinberri stjórnsýslu og skólum. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á jafnréttismál og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram það markmið hennar að Ísland verði í fremstu röð hvað varðar málefni hinsegin fólks. Í forsætisráðuneytinu er unnið að stefnumótun í málaflokkum og á yfirstandandi löggjafarþingi verður lagt verður fram frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði og þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Auk þess að veita þjónustu og annast fræðslu skulu samtökin samkvæmt samningum standa að:Árlegum samráðsfundum með kennurum sem kenna kynja-, jafnréttis-, og hinseginfræði á öllum skólastigum í því augnamiði að auka þekkingu og færni kennara á jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks.Árlegum samráðsfundum með kjörnum fulltrúum og sérfræðingum sem vinna að opinberri stefnumótun á sviði jafnréttismála um málefni hinsegin fólks.Alþjóðasamstarfi sem hafi að markmiði að byggja upp tengsl við systursamtök á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi og miðla af reynslu annarra hér á landi.Þátttöku í árlegu kynjaþingi frjálsra félagasamtaka á sviði jafnréttismála og tryggja að raddir hinsegin fólks heyrist á þinginu. Jafnréttismál Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. 6. febrúar 2019 14:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Forsætisráðuneytið og Samtökin ´78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa gert með sér samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, undirrituðu samning þessa efnis í Stjórnarráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Samningurinn gildir frá 15. febrúar 2019 til 15. febrúar 2020 og greiðir forsætisráðuneytið Samtökunum ´78 15 milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til. Árið 2018 voru fjárframlög ríkisins á grundvelli þjónustusamnings velferðarráðuneytisins og Samtakanna tvöfölduð úr 6 í 12 milljónir króna. Kveðið er á um að framkvæmd verkefna samkvæmt samningnum fari fram í nánu samráði við skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Greint var frá því í gær að samningur af svipuðum toga hefði verið gerður við Kvenréttindafélag Íslands sem fól í sér 10 milljóna króna framlag frá ríkinu. Í samræmi við áherslur stjórnvalda verður ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 eflt með fjárframlagi forsætisráðuneytisins. Þannig er samningnum ætlað að stuðla að hinseginvænu samfélagi og auknum sýnileika hinsegin fólks. Skal þjónusta þessi beinast annars vegar að hinsegin einstaklingum og aðstandendum þeirra og hins vegar að fagfólki í almannaþjónustu s.s. í opinberri stjórnsýslu og skólum. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á jafnréttismál og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram það markmið hennar að Ísland verði í fremstu röð hvað varðar málefni hinsegin fólks. Í forsætisráðuneytinu er unnið að stefnumótun í málaflokkum og á yfirstandandi löggjafarþingi verður lagt verður fram frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði og þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Auk þess að veita þjónustu og annast fræðslu skulu samtökin samkvæmt samningum standa að:Árlegum samráðsfundum með kennurum sem kenna kynja-, jafnréttis-, og hinseginfræði á öllum skólastigum í því augnamiði að auka þekkingu og færni kennara á jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks.Árlegum samráðsfundum með kjörnum fulltrúum og sérfræðingum sem vinna að opinberri stefnumótun á sviði jafnréttismála um málefni hinsegin fólks.Alþjóðasamstarfi sem hafi að markmiði að byggja upp tengsl við systursamtök á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi og miðla af reynslu annarra hér á landi.Þátttöku í árlegu kynjaþingi frjálsra félagasamtaka á sviði jafnréttismála og tryggja að raddir hinsegin fólks heyrist á þinginu.
Jafnréttismál Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. 6. febrúar 2019 14:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. 6. febrúar 2019 14:42