Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Karl Lúðvíksson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 Jóhann Davíð með vænan Blöndulax Mynd: JDS Nú styttist heldur betur hratt í að veiði hefjist á ný og veiðileyfasalar fara ekki varhluta af því þessa dagana. Lax-Á hefur lengi verið einn af stærstu veiðileyfasölum landsins og er úrval veiðisvæða hjá fyrirtækinu mjög breitt þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. "Vinsælasta laxasvæðið mun vera Eystri Rangá en svo er Blanda alltaf vinsæl og Stóra Laxá á sér tryggan aðdáendahóp, Ásgarður í Soginu hefur rokið upp í vinsældum eftir mögur ár" segir Jóhann Davíð Snorrason í samtali við Veiðivísi. "Í silungnum er Ásgarður í Soginu mjög vinsæll og fleiri og fleiri eru að uppgötva hvað það svæði getur verið skemmtilegt" bætir Jóhann við. Eftirspurn eftir veiðileyfum er ívið meiri hjá Lax-Á en síðasta ár og hafa margir bent á að sökum lélegrar veiði í SKotlandi eru Evrópskir veiðimenn farnir að líta oftar til Íslands sem áfangastaðar fyrir lax. "Eystri er vinsæl af því þar er von á afar góðri veiði og umgjörð er öll góð. Blanda er þekkt fyrir stóran kraftmikinn lax og góða veiði, hún er mjög fjölbreytt og geymir marga dásamlega veiðistaði. Stóra Laxá er algjörlega sér á báti í íslenskri flóru, gullfallegt veiðisvæði sem getur gefið vel en á það til að vera dyntótt. Ásgarður er afar krefjandi en skemmtilegt svæði og þar er alltaf von á þeim stóra" segir Jóhann. Þegar Jóhann er inntur eftir svari við spurningunni hvert best geymda leyndarmálið sé af veiðisvæðum Lax-Á er svarið fljótt að koma. "Það er svæði 4 í Stóru Laxá sem er með fallegri veiðisvæðum í heimi og svo er svæði 4 í Blöndu bæði fallegt og getur gefið ævintýralega góða veiði". Jóhann spáir góðu sumri og þá sérstaklega uppgangi í Rangánum, eins að Blanda og Svartá eigi eftir að hrökkva vel í gang. Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði
Nú styttist heldur betur hratt í að veiði hefjist á ný og veiðileyfasalar fara ekki varhluta af því þessa dagana. Lax-Á hefur lengi verið einn af stærstu veiðileyfasölum landsins og er úrval veiðisvæða hjá fyrirtækinu mjög breitt þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. "Vinsælasta laxasvæðið mun vera Eystri Rangá en svo er Blanda alltaf vinsæl og Stóra Laxá á sér tryggan aðdáendahóp, Ásgarður í Soginu hefur rokið upp í vinsældum eftir mögur ár" segir Jóhann Davíð Snorrason í samtali við Veiðivísi. "Í silungnum er Ásgarður í Soginu mjög vinsæll og fleiri og fleiri eru að uppgötva hvað það svæði getur verið skemmtilegt" bætir Jóhann við. Eftirspurn eftir veiðileyfum er ívið meiri hjá Lax-Á en síðasta ár og hafa margir bent á að sökum lélegrar veiði í SKotlandi eru Evrópskir veiðimenn farnir að líta oftar til Íslands sem áfangastaðar fyrir lax. "Eystri er vinsæl af því þar er von á afar góðri veiði og umgjörð er öll góð. Blanda er þekkt fyrir stóran kraftmikinn lax og góða veiði, hún er mjög fjölbreytt og geymir marga dásamlega veiðistaði. Stóra Laxá er algjörlega sér á báti í íslenskri flóru, gullfallegt veiðisvæði sem getur gefið vel en á það til að vera dyntótt. Ásgarður er afar krefjandi en skemmtilegt svæði og þar er alltaf von á þeim stóra" segir Jóhann. Þegar Jóhann er inntur eftir svari við spurningunni hvert best geymda leyndarmálið sé af veiðisvæðum Lax-Á er svarið fljótt að koma. "Það er svæði 4 í Stóru Laxá sem er með fallegri veiðisvæðum í heimi og svo er svæði 4 í Blöndu bæði fallegt og getur gefið ævintýralega góða veiði". Jóhann spáir góðu sumri og þá sérstaklega uppgangi í Rangánum, eins að Blanda og Svartá eigi eftir að hrökkva vel í gang.
Mest lesið Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði