M.Sc. í áhrifa- valdafræði María Bjarnadóttir skrifar 8. febrúar 2019 07:00 Flestir foreldrar vilja undirbúa börnin sín vel fyrir framtíðina. Helst viljum við auðvitað að þau hafi yfir að ráða eiginleikum eða reynslu sem atvinnulíf framtíðarinnar ofmetur að verðleikum svo þau hafi fjárhagslega burði til þess að „vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna“ og geti orðið „besta útgáfan af sjálfum sér“. Það er átakanlegt fyrir okkur foreldra nútímans að horfast í augu við að hugsanlega þýðir þetta að ungarnir okkar muni ekki starfa við eitthvað almennilegt eins og rafvirkjun eða lögmennsku, heldur sem youtubarar eða áhrifavaldar. Hvernig kemur það heim og saman við sannleikann um að sprenglæring úr háskóla sé lykillinn að einbýlishúsi og sportjeppa? Nú hefur spænskur háskóli svarað þessari spurningu með meistaranámi í áhrifavalda- og vídeóbloggarafræði. Skólinn telur námið veita nemendum forskot til að ná árangri í þessum vinsælustu störfum 21. aldarinnar. Er hræðilega gamaldags að setja spurningamerki við þetta? Auðvitað hefur tækniframþróun alltaf haft áhrif á atvinnumarkaðinn. Á leiðinni hafa tapast og myndast ótal starfsstéttir. Spurningin er hverju foreldrar eiga að vera að hlúa að hjá blessuðum börnunum til þess að forða þeim frá örlögum Luktar-Gvendar á vinnumarkaði. Þetta skapar áleitnar uppeldisspurningar. Eru tímatakmarkanir á Fortnite-spilamennsku grunnskólabarna að koma í veg fyrir atvinnumannaferil í Fortnite-dansi? Kemur bann á TikToc núna í veg fyrir nauðsynlega þjálfun í framsögn fyrir feril í hólógrafískri fjölmiðlun síðar? Eða er þetta tapað hvort eð er því að róbótarnir verða búnir að taka yfir áður en fyrsti nemandinn útskrifast með meistaragráðu í áhrifavaldafræði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar vilja undirbúa börnin sín vel fyrir framtíðina. Helst viljum við auðvitað að þau hafi yfir að ráða eiginleikum eða reynslu sem atvinnulíf framtíðarinnar ofmetur að verðleikum svo þau hafi fjárhagslega burði til þess að „vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna“ og geti orðið „besta útgáfan af sjálfum sér“. Það er átakanlegt fyrir okkur foreldra nútímans að horfast í augu við að hugsanlega þýðir þetta að ungarnir okkar muni ekki starfa við eitthvað almennilegt eins og rafvirkjun eða lögmennsku, heldur sem youtubarar eða áhrifavaldar. Hvernig kemur það heim og saman við sannleikann um að sprenglæring úr háskóla sé lykillinn að einbýlishúsi og sportjeppa? Nú hefur spænskur háskóli svarað þessari spurningu með meistaranámi í áhrifavalda- og vídeóbloggarafræði. Skólinn telur námið veita nemendum forskot til að ná árangri í þessum vinsælustu störfum 21. aldarinnar. Er hræðilega gamaldags að setja spurningamerki við þetta? Auðvitað hefur tækniframþróun alltaf haft áhrif á atvinnumarkaðinn. Á leiðinni hafa tapast og myndast ótal starfsstéttir. Spurningin er hverju foreldrar eiga að vera að hlúa að hjá blessuðum börnunum til þess að forða þeim frá örlögum Luktar-Gvendar á vinnumarkaði. Þetta skapar áleitnar uppeldisspurningar. Eru tímatakmarkanir á Fortnite-spilamennsku grunnskólabarna að koma í veg fyrir atvinnumannaferil í Fortnite-dansi? Kemur bann á TikToc núna í veg fyrir nauðsynlega þjálfun í framsögn fyrir feril í hólógrafískri fjölmiðlun síðar? Eða er þetta tapað hvort eð er því að róbótarnir verða búnir að taka yfir áður en fyrsti nemandinn útskrifast með meistaragráðu í áhrifavaldafræði?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar