Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 Sveinn R. Eyjólfsson er margreyndur í rekstri dagblaða. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp hafi afskaplega lítið að segja fyrir alvöru fjölmiðla. Þetta er kannski til þess fallið að halda lífinu í þessum minni miðlum sem er kannski sjónarmið í sjálfu sér en breytir engu um rekstrarumhverfi þeirra fjölmiðla sem skipta mestu máli,“ segir Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Sveinn hefur mikla reynslu af blaðaútgáfu en hann var meðal annars útgefandi Vísis og stofnaði ásamt öðrum Dagblaðið, DV og Fréttablaðið. Aðspurður segist hann ekki þora að segja til um það hvort staða fjölmiðla nú sé verri en á hans tíð. „Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður.“ Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra gengur út á að einkareknir fjölmiðlar geti að uppfylltum skilyrðum fengið opinbera styrki til að mæta launakostnaði á ritstjórnum. Fleiri þættir eru til skoðunar eins og staða RÚV á auglýsingamarkaði. „Það er orðið löngu tímabært að fara yfir hlut RÚV á auglýsingamarkaði. Slíkar aðgerðir hefðu miklu meira vægi fyrir rekstur fjölmiðla. Það væri raunveruleg aðgerð.“ Fyrirmynd frumvarpsins er meðal annars sótt til hinna Norðurlandanna en Sveinn bendir á að þangað væri hægt að sækja fleiri hugmyndir. „Varðandi dagblöðin væri það skilvirkasta leiðin að fara þá leið sem Norðmenn fóru og veita styrki vegna pappírskaupa. Það kom dagblöðum mjög vel því þar er stór hluti kostnaðar. Þetta er líka markviss stuðningur því það fer ekkert á milli mála í hvað hann fer.“ Hann telur að sú þróun sem átt hefur sér stað í útgáfu dagblaða á Vesturlöndum þar sem blöðum fækkar og upplag minnkar verði ekki breytt. „Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi en var í minni tíð. Þótt sjónvarpið kæmi þarna inn og færi að slást við okkur um auglýsingar þá var ekki netið þar að auki.“ Sveinn rifjar upp að þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í dagblaðabransanum hafi verið til staðar ákveðinn ríkisstyrkur sem fólst í því að ríkið keypti ákveðið margar áskriftir að dagblöðunum. „Það var eiginlega mitt fyrsta verk þegar ég byrjaði á Vísi að segja þessum áskriftum upp vegna þess að ég vildi ekki ríkisstyrk. Þar að auki vissi ég með sjálfum mér að lausasalan myndi taka við þessu sem reyndist raunin. Þetta var eini ríkisstyrkurinn á minni tíð en þetta var fellt niður upp úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp hafi afskaplega lítið að segja fyrir alvöru fjölmiðla. Þetta er kannski til þess fallið að halda lífinu í þessum minni miðlum sem er kannski sjónarmið í sjálfu sér en breytir engu um rekstrarumhverfi þeirra fjölmiðla sem skipta mestu máli,“ segir Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Sveinn hefur mikla reynslu af blaðaútgáfu en hann var meðal annars útgefandi Vísis og stofnaði ásamt öðrum Dagblaðið, DV og Fréttablaðið. Aðspurður segist hann ekki þora að segja til um það hvort staða fjölmiðla nú sé verri en á hans tíð. „Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður.“ Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra gengur út á að einkareknir fjölmiðlar geti að uppfylltum skilyrðum fengið opinbera styrki til að mæta launakostnaði á ritstjórnum. Fleiri þættir eru til skoðunar eins og staða RÚV á auglýsingamarkaði. „Það er orðið löngu tímabært að fara yfir hlut RÚV á auglýsingamarkaði. Slíkar aðgerðir hefðu miklu meira vægi fyrir rekstur fjölmiðla. Það væri raunveruleg aðgerð.“ Fyrirmynd frumvarpsins er meðal annars sótt til hinna Norðurlandanna en Sveinn bendir á að þangað væri hægt að sækja fleiri hugmyndir. „Varðandi dagblöðin væri það skilvirkasta leiðin að fara þá leið sem Norðmenn fóru og veita styrki vegna pappírskaupa. Það kom dagblöðum mjög vel því þar er stór hluti kostnaðar. Þetta er líka markviss stuðningur því það fer ekkert á milli mála í hvað hann fer.“ Hann telur að sú þróun sem átt hefur sér stað í útgáfu dagblaða á Vesturlöndum þar sem blöðum fækkar og upplag minnkar verði ekki breytt. „Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi en var í minni tíð. Þótt sjónvarpið kæmi þarna inn og færi að slást við okkur um auglýsingar þá var ekki netið þar að auki.“ Sveinn rifjar upp að þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í dagblaðabransanum hafi verið til staðar ákveðinn ríkisstyrkur sem fólst í því að ríkið keypti ákveðið margar áskriftir að dagblöðunum. „Það var eiginlega mitt fyrsta verk þegar ég byrjaði á Vísi að segja þessum áskriftum upp vegna þess að ég vildi ekki ríkisstyrk. Þar að auki vissi ég með sjálfum mér að lausasalan myndi taka við þessu sem reyndist raunin. Þetta var eini ríkisstyrkurinn á minni tíð en þetta var fellt niður upp úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45