Hundruð milljóna til HM hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 15:01 Karlalandsliðið hefur farið á tvö stórmót í röð. Hér eru þeir í góðum gír í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir. Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir.
Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00