Hundruð milljóna til HM hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 15:01 Karlalandsliðið hefur farið á tvö stórmót í röð. Hér eru þeir í góðum gír í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir. Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir.
Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda