Færð geti spillst í hvassviðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:54 Ökumenn hafa víða lent í vanda síðastliðinn sólarhring, til að mynda á Þverárfjalli. Skjáskot Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira