Sögð vera strengjabrúða Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 „Einhvern tímann var ég beðin um að vera inni í stórri kúlu og rúlla í henni á meðan ég átti að vera í viðtali. Ég sagði reyndar nei.“ Fréttablaðið/stefán Það er asi í Stjórnarráðinu snemma á mánudegi. Jafnréttismál heyra í fyrsta sinn undir forsætisráðuneytið undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Fimm starfsmenn velferðarráðuneytisins í jafnréttismálum fluttust á nýja skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu í byrjun árs. Undirbúningsvinna hefur verið mikil síðustu misseri, unnið er að úrbótum í kerfinu varðandi kynferðislegt ofbeldi og almenna stefnumótun í flokki jafnréttismála. Katrín sest í setustofuna í Stjórnarráðinu, það er létt yfir henni. Hún lítur á klukkuna á símanum og af augnaráðinu má lesa að hún sé að reikna mínútur til reiðu. Það er annasamur dagur í þinginu fram undan og vikan hlaðin verkefnum. Tuttugu ár eru síðan Vinstrihreyfingin – grænt framboð var stofnuð. Af því tilefni er haldin afmælishátíð flokksins í dag á Grand hóteli. Þar situr Katrín málþing um stöðu vinstrisins þar sem ræddar verða ýmsar áskoranir, til dæmis er varða loftslagsbreytingar og félagslegan ójöfnuð. Þá ræðir fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Ed Miliband, í dag um það hvort það sé ástæða til glaðværðar á vinstrivængnum.Áskoranir á vinnumarkaði Katrín, er ástæða til glaðværðar á vinstrivængnum? „Já og nei. Vinstrið stendur frammi fyrir stórum áskorunum. Hvernig ætlum við að bregðast við vaxandi ójöfnuði í heiminum á sama tíma og við berjumst gegn loftslagsbreytingum og stöndum frammi fyrir tæknibreytingum sem munu gerbreyta vinnumarkaði og samfélagi? Þetta eru stórar áskoranir þar sem er mikilvægt að vinstrimenn beiti sér til að ná árangri þannig að við tryggjum velferð og hagsæld fyrir allan almenning og tryggjum um leið blómlegt efnahagslíf sem gengur ekki á umhverfi og náttúru. Þannig að verkefnin eru stór og skipta allan almenning máli, því þau snúast um að tryggja gott samfélag fyrir okkur öll. En þó að áskoranirnar séu stórar má alltaf finna tækifæri til að gleðjast.“„Ummælin sem féllu eru ófyrirgefanleg og lýstu kvenfyrirlitningu og fordómum í garð samkynhneigðra og fatlaðs fólks. En þetta er Alþingi, ekki venjulegur eða hefðbundinn vinnustaður.“Fréttablaðið/stefánBeðin um að vera inni í kúlu Katrín gekk til liðs við VG þremur árum eftir að flokkurinn var stofnaður, árið 2002. Hún segir samfélagið hafa tekið stórfelldum breytingum síðan þá. „Þegar ég skoða ljósmyndir sem eru teknar frá stofnun flokksins líður manni nánast eins og þær ættu heima á Árbæjarsafni. Og þær eru auðvitað teknar á annarri öld. Ég var formaður ungliðahreyfingarinnar og tók 18. sæti Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningum 2002. Mér fannst það algjörlega frábært. Svo var ég kosningastjóri flokksins í kosningunum árið 2003. Á þessum tíma var andinn í samfélaginu allt annar en nú. Stjórnmálamenn voru meira svona að grína og glensa. Í viðtölum voru stjórnmálamenn látnir gera kúnstir. Einhvern tímann var ég beðin um að vera inni í stórri kúlu og rúlla í henni á meðan ég átti að vera í viðtali. Ég sagði reyndar nei,“ segir Katrín og hlær og hafnar um leið boði blaðamanns í gamni um að redda svona kúlu í viðtalið. „Við stjórnmálamenn vorum mikið í heita pottinum að ræða málin og svona, svo breyttist þetta gríðarlega við hrunið. Það varð 180 gráðu snúningur. Það hljóp mikil harka í umræðuna. Kannski erum við að ná jafnvægi núna, erum gagnrýnin en þó ekki farin aftur í kúluna, heita pottinn, grínið og glensið.“Fúl á móti Katrín var varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir R-listann og sat á Alþingi frá vorinu 2007. Hún var mennta- og menningarmálaráðherra á árunum 2009 til 2103, varaformaður VG í tíu ár og formaður flokksins frá 2013. „Við í VG fórum í gegnum skeið þar sem við vorum stimpluð sem fúl-á-móti-flokkurinn. Aðalverkefni okkar var að segja heiminum hvað við værum í raun hress inn við beinið. Þetta breyttist þegar umræðan varð gagnrýnin eftir hrun og við fengum okkar bestu kosningu frá upphafi. Stjórnmálaumhverfið breyttist mikið á þessum tíma, fór úr hinu sögulega hefðbundna flokkakerfi í margra flokka kerfi. Mín skoðun er sú að það sé ekki tímabundið ástand. Samfélagsmiðlar hafa einnig breytt miklu. Áður fór pólitíska umræðan í gegnum gömlu flokksblöðin og svo í kvöldfréttir í sjónvarpinu. Þegar ég fór fyrst á þing þótti það afrek ef maður náði í kvöldfréttirnar. Nú er það sem gerist fyrir hádegi á þingi ekki fréttnæmt um kvöldið,“ segir Katrín og segir umræðuna þá hafa þroskast á samfélags- og netmiðlum yfir daginn. „Fleiri hafa öðlast rödd og það er gott. Þetta nýja umhverfi sem við búum við, því fylgja tækifæri og áskoranir, það er stórkostlegt og ógnvekjandi í senn. Gagnrýnin hugsun samtímans krefst þess að við rýnum allar heimildir, rýnum internetið,“ segir hún og vísar í þá ógn sem stafar af dreifingu falskra frétta. „Þetta er mikið rætt á norrænum vettvangi, þar sem við sjáum til dæmis fréttir af innflytjendum sem byggja ekki á staðreyndum. Þjóðsögur samtímans hafa öðlast nýtt líf á internetinu. Á sama tíma er þetta stórkostleg þróun því hver sem er hefur tækifæri til að tjá sig,“ segir Katrín.Dapurlegt eftir MetooAndinn á þingi vegna Klausturmálsins? Hvernig er hann? Hvernig tekst fólki að halda áfram vinnu?„Ummælin sem féllu eru ófyrirgefanleg og lýstu kvenfyrirlitningu og fordómum í garð samkynhneigðra og fatlaðs fólks. En þetta er Alþingi, ekki venjulegur eða hefðbundinn vinnustaður. Okkur ber skylda til að halda áfram vinnu og höfum ferla sem málið fylgir. Og auðvitað eru fleiri mál til umfjöllunar,“ segir Katrín og vísar í mál Ágústs Ólafs Ágústssonar sem einnig hefur verið óskað eftir að forsætisnefnd vísi til siðanefndar.Stundum virðist manni fleira líðast hér í þessum efnum en í nágrannalöndum?„Stjórnmálamenningin hér er að mörgu leyti ólík þeirri í nágrannalöndunum. Mér finnst við vera í mikilli deiglu á þessu sviði. Það er ár liðið frá því að við héldum Metoo-ráðstefnu sem við öll tókum þátt í. Þá stigu mjög margar stjórnmálakonur fram og við vildum taka þessi mál á dagskrá. Ég vildi að við værum komin lengra og það er mjög dapurlegt að þessi mál komi upp í kjölfarið,“ segir Katrín og segist hafa talað skýrt í þessum efnum, ekki síst eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra.Hefur þú rætt við þingmennina um þessi mál?„Nei, ég hef ekki gert það. Málið fór í ákveðið ferli. Ég vildi leyfa því ferli að ganga fram. Það ferli hefur verið ákveðnum vandkvæðum háð en ég hef ekki rætt við þá,“ segir hún.Verður fyrir kvenfyrirlitningu Kvenfyrirlitningin sem kemur upp á yfirborðið. Þá og nú. Hefur þú fundið fyrir kvenfyrirlitningu í þinn garð? „Ég er sögð strengjabrúða karla, sem taki ekki sjálfstæðar ákvarðanir. Það er alltaf einhver karl sem stjórnar mér, þetta hefur verið sagt frá því ég byrjaði í stjórnmálum. Steingrímur, Bjarni, eða einhver annar, þetta hættir aldrei,“ segir Katrín sem dæmi um kvenfyrirlitningu sem hún finnur fyrir. „Ísland mælist í efsta sæti Alþjóðaefnahagsráðsins, WEF, þegar kemur að jafnrétti. Ég fæ mikið til mín af erlendum blaðamönnum sem vilja spyrja mig út í það. Þeim kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar ég svara því til að þó að við stöndum vel sé enn margt óunnið í jafnréttismálum á Íslandi,“ segir Katrín. „Ég man eftir því hvernig var talað af óvirðingu um konurnar í Kvennalistanum og Kvennaframboðinu. Það er ekkert langt síðan við upplifðum leikskólabyltingu sem gerði okkur kleift að þurfa ekki að velja á milli þess að eiga börn og sinna starfi sínu og frama. Ég væri ekki hér á þessum stað ef ekki væri fyrir þessar konur sem ruddu brautina þegar ég var lítil stelpa,“ segir Katrín. „Stundum finnst mér árangur í jafnréttismálum of einstaklingsgerður. Mér er hrósað fyrir að hafa náð árangri en ég er hér af því að við breyttum kerfum,“ leggur hún áherslu á og beinir talinu að þeirri pólitísku áherslu sem er nú á jafnréttismál. Vægi þeirra sé mikið í stjórnarsamstarfinu.„Ég hef ekki talað mikið um það sem ég hef mætt,“ segir Katrín. „Ég ætla að geyma það hjá mér. Ég er upptekin af verkefnum mínum og það eru margir hlutir sem maður þarf að setja til hliðar. Til að taka á seinna,“ segir hún. „Ég lít til þeirra kvenna sem ruddu brautina og hvernig þær tókust á við hlutina. Þær héldu áfram að gera kerfisbreytingar og byltingar, héldu sínu striki. Ég vil ná árangri fyrir komandi kynslóðir,“ segir hún. Fréttablaðið/stefánHefur sett margt til hliðar „Eitt af því sem er ekki mælt á lista WEF um kynjajafnrétti þar sem Ísland mælist hæst er kynferðisofbeldi. Við ákváðum í stjórnarsáttmála að setja af stað aðgerðaáætlun gegn kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi er ekki einkamál réttarkerfisins heldur þarf að nálgast það með heildstæðum hætti. Ég trúi því að við munum sjá árangur hvað þessi mál varðar á næstu árum,“ segir Katrín.Hvernig tæklar þú þetta sjálf?„Ég hef ekki talað mikið um það sem ég hef mætt,“ segir Katrín. „Ég ætla að geyma það hjá mér. Ég er upptekin af verkefnum mínum og það eru margir hlutir sem maður þarf að setja til hliðar. Til að taka á seinna,“ segir hún. „Ég lít til þeirra kvenna sem ruddu brautina og hvernig þær tókust á við hlutina. Þær héldu áfram að gera kerfisbreytingar og byltingar, héldu sínu striki. Ég vil ná árangri fyrir komandi kynslóðir,“ segir hún. „Jafnrétti komst loks í aðalnámskrá árið 2011. Jafnrétti hefur verið hluti af lögum um nám síðan árið 1976, árið sem ég er fædd. En komst ekki í námskrá fyrr en 36 árum seinna. Ég vona að það verði líka kerfisbreyting vegna þessa,“ segir Katrín um eitt verka sinna frá því hún var menntamálaráðherra.Vill vernd uppljóstrara „Kynjajafnrétti er eitt af forgangsmálum ráðuneytisins. En þau eru fleiri,“ segir Katrín og nefnir til að mynda frumvörp hennar um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna, endurskoðun upplýsingalaga og vernd uppljóstrara. „Ég legg mikla áherslu á þau mál. En svo eru önnur mjög brýn málefni, loftslagsmálin til að mynda. Unnur Brá Konráðsdóttir er verkefnisstjóri forsætisráðuneytis í loftslagsmálum og hefur góða yfirsýn yfir verkefnið. Og fleiri mál sem kalla á samvinnu ráðuneyta, vinnumarkaðsmál, húsnæðismál og skattamál.“Hvað finnst henni hafa verið mest krefjandi á sínum ferli?„Ef ég horfi á þetta núna í miðju kafi þá segi ég að það hafi verið tíminn eftir hrun. Þetta var ekki bara efnahagshrun heldur samfélagslegt áfall. Væntingarnar voru miklar og verkefnin stór. En svo veit maður aldrei hvað er fram undan,“ segir Katrín.Á hliðarlínunni i húsfélaginuHvers vegna ákvaðst þú að verða stjórnmálamaður?„Mín eigin saga er að ég hefi rekist út í þetta. Þeir sem þekkja mig segja hins vegar að ég sé manískur ástríðupólitíkus.“ Ástríðan virðist ná yfir alls kyns önnur félagsstörf. Katrín er sögð afar virk í húsfélaginu í blokkinni sem hún býr í í Vesturbænum. „Ég var einmitt að ræða húsfélagsmál í stigaganginum fyrir skömmu. Ég var skoðunarmaður reikninga í húsfélaginu þar til ég varð forsætisráðherra. Nú er ég óbreyttur meðlimur en svona hvetjandi á hliðarlínunni. Ég held reyndar að ég sé óþolandi. Og erfitt að búa með mér að öllu leyti,“ segir Katrín glettin.Breyta stjórnmálin fólki?„Já, bæði til góðs og ills. Stjórnmálin geta gert mann víðsýnni og aukið umburðarlyndi manns. En geta líka skapað manni beiskju og biturð. Í starfinu upplifir maður oft samskipti sem eru gríðarlega hörð og að einhverju leyti verður maður að brynja sig,“ segir Katrín og segir gott í átökum að eiga góða að í kringum sig. „Ég hef verið í heppin í lífinu með fjölskyldu, vini og samstarfsfólk, það verður ekki vanmetið í svona starfi.“Sonurinn vill verða borgarstjóri Katrín er gift Gunnari Sigvaldasyni og á með honum þrjá syni. „Þeir eru stoltir af mér en hafa mismikinn áhuga á því sem ég er að gera. Einn af mínum þremur ætlar sér að verða stjórnmálamaður. Hann ætlar fyrst að verða borgarstjóri og fara svo í landsmálin. Hann er sko með þetta á hreinu. Þeir fá auðvitað allt aðra sýn, eru í hringiðunni og þekkja marga stjórnmálamenn.“Það hafa verið hörð átök í VG. Um stefnu flokksins og ríkisstjórnarsamstarfið. Hávaðarifrildi!„Það góða við VG er að átökin eru ekki undir yfirborðinu. Þau eru fyrir opnum tjöldum. Innanhússátökin innan VG eru á meðal þess sem hefur verið hvað erfiðast að takast á við,“ segir Katrín og segir að fréttamenn nefni þetta oft við hana. „Þeim finnst átökin bara vera í beinni útsendingu.“ Hún á marga góða vini á Alþingi. Þvert á flokka og í mörgum ráðuneytum. Og segist ekki telja sig eiga marga óvini. „Mamma var sálfræðingur og ég var alin upp við það að flestir eigi eitthvað mjög gott í sér. Ég hef trú á fólki, þótt auðvitað geti maður í hita leiksins orðið grautfúll út í fólk. Það er erfiðara þegar slíkt gerist innan flokks en utan. Manni þykir vænt um fólk þó að maður sé því ósammála.“Verður hún aldrei þreytt á stjórnmálum?„Ég er alltaf mjög spennt fyrir verkefnunum en auðvitað koma skeið þar sem mér leiðist – eins og í öllum öðrum störfum. Stjórnmál geta tekið á en maður á líka fjölskyldu og vini og maður má ekki gleyma því. Ég lifi og hrærist í þessum heimi og hugsa stundum hvað ég myndi gera ef stjórnmálaferillinn tæki enda. Það er líf eftir pólitík,“ segir Katrín.Ekki með tölvupóst í símanum Umræða um streitu og kulnun hefur komist í hámæli upp á síðkastið. „Ég fann þegar ég var menntamálaráðherra að ég hefði getað verið í vinnunni 24 tíma á dag. Það var endalaust erindi. Svo fór ég í fæðingarorlof. Það var ekki á planinu en var dásamlegt. Þegar ég kom til baka ákvað ég að eiga líf. Mér fannst ég aldrei hafa verið heima, ég var bara í vinnunni. Verkefnin voru aldrei búin. Íslendingar vinna langan vinnudag, margir eru í tveimur vinnum og þurfa að vinna mikið til að ná endum saman. Svo eru aðrir lengur í vinnu vegna þess að verkefnin tæmast ekki. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og launafólk sammælist um það að það séu mörk. Stundum er maður í þeirri stöðu að þurfa að draga þau sjálfur, en þetta þarf líka að ræða í samskiptum launafólks og atvinnurekenda. Ég er ekki með tölvupóst í símanum. Ég svara honum þegar ég sest niður við tölvu. Það gerist yfirleitt ekkert þó ég svari honum ekki strax, ef erindið er brýnt, þá hringir fólk í mig. Ég ætlast heldur ekki til þess að fólk svari mér strax. Mér finnst mikilvægt að fólk velti því fyrir sér að það þarf að gefa fólki rými. Við erum með alla þessa hagsældarvísa sem vísa í rétta átt en á sama tíma er fólk að bugast undan álagi. Stjórnmálaflokkar víða um heim eru að móta sér stefnu utan um þetta. Við þurfum líka að gera það hér,“ segir Katrín. „Það eru ekki bara verkefnin á vinnustaðnum,“ segir hún. „Þetta er líka tengt frammistöðukvíða og samfélagsmiðlum. Ég nota það orð í þessu samhengi. Fólk er upptekið af því að standa sig og það er streituvaldur.“Ekki allt frábært og fullkomið „Ég fór í Melabúðina um síðustu helgi, með slæmt kvef og leit út eins og haugur. Ég hugsaði með mér: Æi, nú hugsa allir, voðalega er þessi forsætisráðherra okkar ömurlegur. Eins og hann hafi skriðið úr moldarhaug. En stundum er ég bara ekki í góðu formi. Við þurfum að vera meðvituð um það að það er hluti af lífinu að það er ekki alltaf gaman og allt frábært og fullkomið. Það þarf ekki alltaf að vera brjálað að gera.“Ert þú góð í að slaka á þegar það er frí? Góð í að gera ekkert?„Já, ég held það, en vafalaust er fjölskyldan algjörlega ósammála. Okkar helgarfrí snúast um að taka til og horfa á ríkissjónvarpið. Ég held það sé mikilvægt að það sé ekki alltaf einhver dagskrá. Það er bara fínt að sinna lífinu. Ég held það sé gott að gera hversdagslega hluti með fjölskyldunni. Ég hef trú á því, að vera ekki aftengd hversdeginum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Það er asi í Stjórnarráðinu snemma á mánudegi. Jafnréttismál heyra í fyrsta sinn undir forsætisráðuneytið undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Fimm starfsmenn velferðarráðuneytisins í jafnréttismálum fluttust á nýja skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu í byrjun árs. Undirbúningsvinna hefur verið mikil síðustu misseri, unnið er að úrbótum í kerfinu varðandi kynferðislegt ofbeldi og almenna stefnumótun í flokki jafnréttismála. Katrín sest í setustofuna í Stjórnarráðinu, það er létt yfir henni. Hún lítur á klukkuna á símanum og af augnaráðinu má lesa að hún sé að reikna mínútur til reiðu. Það er annasamur dagur í þinginu fram undan og vikan hlaðin verkefnum. Tuttugu ár eru síðan Vinstrihreyfingin – grænt framboð var stofnuð. Af því tilefni er haldin afmælishátíð flokksins í dag á Grand hóteli. Þar situr Katrín málþing um stöðu vinstrisins þar sem ræddar verða ýmsar áskoranir, til dæmis er varða loftslagsbreytingar og félagslegan ójöfnuð. Þá ræðir fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Ed Miliband, í dag um það hvort það sé ástæða til glaðværðar á vinstrivængnum.Áskoranir á vinnumarkaði Katrín, er ástæða til glaðværðar á vinstrivængnum? „Já og nei. Vinstrið stendur frammi fyrir stórum áskorunum. Hvernig ætlum við að bregðast við vaxandi ójöfnuði í heiminum á sama tíma og við berjumst gegn loftslagsbreytingum og stöndum frammi fyrir tæknibreytingum sem munu gerbreyta vinnumarkaði og samfélagi? Þetta eru stórar áskoranir þar sem er mikilvægt að vinstrimenn beiti sér til að ná árangri þannig að við tryggjum velferð og hagsæld fyrir allan almenning og tryggjum um leið blómlegt efnahagslíf sem gengur ekki á umhverfi og náttúru. Þannig að verkefnin eru stór og skipta allan almenning máli, því þau snúast um að tryggja gott samfélag fyrir okkur öll. En þó að áskoranirnar séu stórar má alltaf finna tækifæri til að gleðjast.“„Ummælin sem féllu eru ófyrirgefanleg og lýstu kvenfyrirlitningu og fordómum í garð samkynhneigðra og fatlaðs fólks. En þetta er Alþingi, ekki venjulegur eða hefðbundinn vinnustaður.“Fréttablaðið/stefánBeðin um að vera inni í kúlu Katrín gekk til liðs við VG þremur árum eftir að flokkurinn var stofnaður, árið 2002. Hún segir samfélagið hafa tekið stórfelldum breytingum síðan þá. „Þegar ég skoða ljósmyndir sem eru teknar frá stofnun flokksins líður manni nánast eins og þær ættu heima á Árbæjarsafni. Og þær eru auðvitað teknar á annarri öld. Ég var formaður ungliðahreyfingarinnar og tók 18. sæti Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningum 2002. Mér fannst það algjörlega frábært. Svo var ég kosningastjóri flokksins í kosningunum árið 2003. Á þessum tíma var andinn í samfélaginu allt annar en nú. Stjórnmálamenn voru meira svona að grína og glensa. Í viðtölum voru stjórnmálamenn látnir gera kúnstir. Einhvern tímann var ég beðin um að vera inni í stórri kúlu og rúlla í henni á meðan ég átti að vera í viðtali. Ég sagði reyndar nei,“ segir Katrín og hlær og hafnar um leið boði blaðamanns í gamni um að redda svona kúlu í viðtalið. „Við stjórnmálamenn vorum mikið í heita pottinum að ræða málin og svona, svo breyttist þetta gríðarlega við hrunið. Það varð 180 gráðu snúningur. Það hljóp mikil harka í umræðuna. Kannski erum við að ná jafnvægi núna, erum gagnrýnin en þó ekki farin aftur í kúluna, heita pottinn, grínið og glensið.“Fúl á móti Katrín var varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir R-listann og sat á Alþingi frá vorinu 2007. Hún var mennta- og menningarmálaráðherra á árunum 2009 til 2103, varaformaður VG í tíu ár og formaður flokksins frá 2013. „Við í VG fórum í gegnum skeið þar sem við vorum stimpluð sem fúl-á-móti-flokkurinn. Aðalverkefni okkar var að segja heiminum hvað við værum í raun hress inn við beinið. Þetta breyttist þegar umræðan varð gagnrýnin eftir hrun og við fengum okkar bestu kosningu frá upphafi. Stjórnmálaumhverfið breyttist mikið á þessum tíma, fór úr hinu sögulega hefðbundna flokkakerfi í margra flokka kerfi. Mín skoðun er sú að það sé ekki tímabundið ástand. Samfélagsmiðlar hafa einnig breytt miklu. Áður fór pólitíska umræðan í gegnum gömlu flokksblöðin og svo í kvöldfréttir í sjónvarpinu. Þegar ég fór fyrst á þing þótti það afrek ef maður náði í kvöldfréttirnar. Nú er það sem gerist fyrir hádegi á þingi ekki fréttnæmt um kvöldið,“ segir Katrín og segir umræðuna þá hafa þroskast á samfélags- og netmiðlum yfir daginn. „Fleiri hafa öðlast rödd og það er gott. Þetta nýja umhverfi sem við búum við, því fylgja tækifæri og áskoranir, það er stórkostlegt og ógnvekjandi í senn. Gagnrýnin hugsun samtímans krefst þess að við rýnum allar heimildir, rýnum internetið,“ segir hún og vísar í þá ógn sem stafar af dreifingu falskra frétta. „Þetta er mikið rætt á norrænum vettvangi, þar sem við sjáum til dæmis fréttir af innflytjendum sem byggja ekki á staðreyndum. Þjóðsögur samtímans hafa öðlast nýtt líf á internetinu. Á sama tíma er þetta stórkostleg þróun því hver sem er hefur tækifæri til að tjá sig,“ segir Katrín.Dapurlegt eftir MetooAndinn á þingi vegna Klausturmálsins? Hvernig er hann? Hvernig tekst fólki að halda áfram vinnu?„Ummælin sem féllu eru ófyrirgefanleg og lýstu kvenfyrirlitningu og fordómum í garð samkynhneigðra og fatlaðs fólks. En þetta er Alþingi, ekki venjulegur eða hefðbundinn vinnustaður. Okkur ber skylda til að halda áfram vinnu og höfum ferla sem málið fylgir. Og auðvitað eru fleiri mál til umfjöllunar,“ segir Katrín og vísar í mál Ágústs Ólafs Ágústssonar sem einnig hefur verið óskað eftir að forsætisnefnd vísi til siðanefndar.Stundum virðist manni fleira líðast hér í þessum efnum en í nágrannalöndum?„Stjórnmálamenningin hér er að mörgu leyti ólík þeirri í nágrannalöndunum. Mér finnst við vera í mikilli deiglu á þessu sviði. Það er ár liðið frá því að við héldum Metoo-ráðstefnu sem við öll tókum þátt í. Þá stigu mjög margar stjórnmálakonur fram og við vildum taka þessi mál á dagskrá. Ég vildi að við værum komin lengra og það er mjög dapurlegt að þessi mál komi upp í kjölfarið,“ segir Katrín og segist hafa talað skýrt í þessum efnum, ekki síst eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra.Hefur þú rætt við þingmennina um þessi mál?„Nei, ég hef ekki gert það. Málið fór í ákveðið ferli. Ég vildi leyfa því ferli að ganga fram. Það ferli hefur verið ákveðnum vandkvæðum háð en ég hef ekki rætt við þá,“ segir hún.Verður fyrir kvenfyrirlitningu Kvenfyrirlitningin sem kemur upp á yfirborðið. Þá og nú. Hefur þú fundið fyrir kvenfyrirlitningu í þinn garð? „Ég er sögð strengjabrúða karla, sem taki ekki sjálfstæðar ákvarðanir. Það er alltaf einhver karl sem stjórnar mér, þetta hefur verið sagt frá því ég byrjaði í stjórnmálum. Steingrímur, Bjarni, eða einhver annar, þetta hættir aldrei,“ segir Katrín sem dæmi um kvenfyrirlitningu sem hún finnur fyrir. „Ísland mælist í efsta sæti Alþjóðaefnahagsráðsins, WEF, þegar kemur að jafnrétti. Ég fæ mikið til mín af erlendum blaðamönnum sem vilja spyrja mig út í það. Þeim kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar ég svara því til að þó að við stöndum vel sé enn margt óunnið í jafnréttismálum á Íslandi,“ segir Katrín. „Ég man eftir því hvernig var talað af óvirðingu um konurnar í Kvennalistanum og Kvennaframboðinu. Það er ekkert langt síðan við upplifðum leikskólabyltingu sem gerði okkur kleift að þurfa ekki að velja á milli þess að eiga börn og sinna starfi sínu og frama. Ég væri ekki hér á þessum stað ef ekki væri fyrir þessar konur sem ruddu brautina þegar ég var lítil stelpa,“ segir Katrín. „Stundum finnst mér árangur í jafnréttismálum of einstaklingsgerður. Mér er hrósað fyrir að hafa náð árangri en ég er hér af því að við breyttum kerfum,“ leggur hún áherslu á og beinir talinu að þeirri pólitísku áherslu sem er nú á jafnréttismál. Vægi þeirra sé mikið í stjórnarsamstarfinu.„Ég hef ekki talað mikið um það sem ég hef mætt,“ segir Katrín. „Ég ætla að geyma það hjá mér. Ég er upptekin af verkefnum mínum og það eru margir hlutir sem maður þarf að setja til hliðar. Til að taka á seinna,“ segir hún. „Ég lít til þeirra kvenna sem ruddu brautina og hvernig þær tókust á við hlutina. Þær héldu áfram að gera kerfisbreytingar og byltingar, héldu sínu striki. Ég vil ná árangri fyrir komandi kynslóðir,“ segir hún. Fréttablaðið/stefánHefur sett margt til hliðar „Eitt af því sem er ekki mælt á lista WEF um kynjajafnrétti þar sem Ísland mælist hæst er kynferðisofbeldi. Við ákváðum í stjórnarsáttmála að setja af stað aðgerðaáætlun gegn kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi er ekki einkamál réttarkerfisins heldur þarf að nálgast það með heildstæðum hætti. Ég trúi því að við munum sjá árangur hvað þessi mál varðar á næstu árum,“ segir Katrín.Hvernig tæklar þú þetta sjálf?„Ég hef ekki talað mikið um það sem ég hef mætt,“ segir Katrín. „Ég ætla að geyma það hjá mér. Ég er upptekin af verkefnum mínum og það eru margir hlutir sem maður þarf að setja til hliðar. Til að taka á seinna,“ segir hún. „Ég lít til þeirra kvenna sem ruddu brautina og hvernig þær tókust á við hlutina. Þær héldu áfram að gera kerfisbreytingar og byltingar, héldu sínu striki. Ég vil ná árangri fyrir komandi kynslóðir,“ segir hún. „Jafnrétti komst loks í aðalnámskrá árið 2011. Jafnrétti hefur verið hluti af lögum um nám síðan árið 1976, árið sem ég er fædd. En komst ekki í námskrá fyrr en 36 árum seinna. Ég vona að það verði líka kerfisbreyting vegna þessa,“ segir Katrín um eitt verka sinna frá því hún var menntamálaráðherra.Vill vernd uppljóstrara „Kynjajafnrétti er eitt af forgangsmálum ráðuneytisins. En þau eru fleiri,“ segir Katrín og nefnir til að mynda frumvörp hennar um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna, endurskoðun upplýsingalaga og vernd uppljóstrara. „Ég legg mikla áherslu á þau mál. En svo eru önnur mjög brýn málefni, loftslagsmálin til að mynda. Unnur Brá Konráðsdóttir er verkefnisstjóri forsætisráðuneytis í loftslagsmálum og hefur góða yfirsýn yfir verkefnið. Og fleiri mál sem kalla á samvinnu ráðuneyta, vinnumarkaðsmál, húsnæðismál og skattamál.“Hvað finnst henni hafa verið mest krefjandi á sínum ferli?„Ef ég horfi á þetta núna í miðju kafi þá segi ég að það hafi verið tíminn eftir hrun. Þetta var ekki bara efnahagshrun heldur samfélagslegt áfall. Væntingarnar voru miklar og verkefnin stór. En svo veit maður aldrei hvað er fram undan,“ segir Katrín.Á hliðarlínunni i húsfélaginuHvers vegna ákvaðst þú að verða stjórnmálamaður?„Mín eigin saga er að ég hefi rekist út í þetta. Þeir sem þekkja mig segja hins vegar að ég sé manískur ástríðupólitíkus.“ Ástríðan virðist ná yfir alls kyns önnur félagsstörf. Katrín er sögð afar virk í húsfélaginu í blokkinni sem hún býr í í Vesturbænum. „Ég var einmitt að ræða húsfélagsmál í stigaganginum fyrir skömmu. Ég var skoðunarmaður reikninga í húsfélaginu þar til ég varð forsætisráðherra. Nú er ég óbreyttur meðlimur en svona hvetjandi á hliðarlínunni. Ég held reyndar að ég sé óþolandi. Og erfitt að búa með mér að öllu leyti,“ segir Katrín glettin.Breyta stjórnmálin fólki?„Já, bæði til góðs og ills. Stjórnmálin geta gert mann víðsýnni og aukið umburðarlyndi manns. En geta líka skapað manni beiskju og biturð. Í starfinu upplifir maður oft samskipti sem eru gríðarlega hörð og að einhverju leyti verður maður að brynja sig,“ segir Katrín og segir gott í átökum að eiga góða að í kringum sig. „Ég hef verið í heppin í lífinu með fjölskyldu, vini og samstarfsfólk, það verður ekki vanmetið í svona starfi.“Sonurinn vill verða borgarstjóri Katrín er gift Gunnari Sigvaldasyni og á með honum þrjá syni. „Þeir eru stoltir af mér en hafa mismikinn áhuga á því sem ég er að gera. Einn af mínum þremur ætlar sér að verða stjórnmálamaður. Hann ætlar fyrst að verða borgarstjóri og fara svo í landsmálin. Hann er sko með þetta á hreinu. Þeir fá auðvitað allt aðra sýn, eru í hringiðunni og þekkja marga stjórnmálamenn.“Það hafa verið hörð átök í VG. Um stefnu flokksins og ríkisstjórnarsamstarfið. Hávaðarifrildi!„Það góða við VG er að átökin eru ekki undir yfirborðinu. Þau eru fyrir opnum tjöldum. Innanhússátökin innan VG eru á meðal þess sem hefur verið hvað erfiðast að takast á við,“ segir Katrín og segir að fréttamenn nefni þetta oft við hana. „Þeim finnst átökin bara vera í beinni útsendingu.“ Hún á marga góða vini á Alþingi. Þvert á flokka og í mörgum ráðuneytum. Og segist ekki telja sig eiga marga óvini. „Mamma var sálfræðingur og ég var alin upp við það að flestir eigi eitthvað mjög gott í sér. Ég hef trú á fólki, þótt auðvitað geti maður í hita leiksins orðið grautfúll út í fólk. Það er erfiðara þegar slíkt gerist innan flokks en utan. Manni þykir vænt um fólk þó að maður sé því ósammála.“Verður hún aldrei þreytt á stjórnmálum?„Ég er alltaf mjög spennt fyrir verkefnunum en auðvitað koma skeið þar sem mér leiðist – eins og í öllum öðrum störfum. Stjórnmál geta tekið á en maður á líka fjölskyldu og vini og maður má ekki gleyma því. Ég lifi og hrærist í þessum heimi og hugsa stundum hvað ég myndi gera ef stjórnmálaferillinn tæki enda. Það er líf eftir pólitík,“ segir Katrín.Ekki með tölvupóst í símanum Umræða um streitu og kulnun hefur komist í hámæli upp á síðkastið. „Ég fann þegar ég var menntamálaráðherra að ég hefði getað verið í vinnunni 24 tíma á dag. Það var endalaust erindi. Svo fór ég í fæðingarorlof. Það var ekki á planinu en var dásamlegt. Þegar ég kom til baka ákvað ég að eiga líf. Mér fannst ég aldrei hafa verið heima, ég var bara í vinnunni. Verkefnin voru aldrei búin. Íslendingar vinna langan vinnudag, margir eru í tveimur vinnum og þurfa að vinna mikið til að ná endum saman. Svo eru aðrir lengur í vinnu vegna þess að verkefnin tæmast ekki. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og launafólk sammælist um það að það séu mörk. Stundum er maður í þeirri stöðu að þurfa að draga þau sjálfur, en þetta þarf líka að ræða í samskiptum launafólks og atvinnurekenda. Ég er ekki með tölvupóst í símanum. Ég svara honum þegar ég sest niður við tölvu. Það gerist yfirleitt ekkert þó ég svari honum ekki strax, ef erindið er brýnt, þá hringir fólk í mig. Ég ætlast heldur ekki til þess að fólk svari mér strax. Mér finnst mikilvægt að fólk velti því fyrir sér að það þarf að gefa fólki rými. Við erum með alla þessa hagsældarvísa sem vísa í rétta átt en á sama tíma er fólk að bugast undan álagi. Stjórnmálaflokkar víða um heim eru að móta sér stefnu utan um þetta. Við þurfum líka að gera það hér,“ segir Katrín. „Það eru ekki bara verkefnin á vinnustaðnum,“ segir hún. „Þetta er líka tengt frammistöðukvíða og samfélagsmiðlum. Ég nota það orð í þessu samhengi. Fólk er upptekið af því að standa sig og það er streituvaldur.“Ekki allt frábært og fullkomið „Ég fór í Melabúðina um síðustu helgi, með slæmt kvef og leit út eins og haugur. Ég hugsaði með mér: Æi, nú hugsa allir, voðalega er þessi forsætisráðherra okkar ömurlegur. Eins og hann hafi skriðið úr moldarhaug. En stundum er ég bara ekki í góðu formi. Við þurfum að vera meðvituð um það að það er hluti af lífinu að það er ekki alltaf gaman og allt frábært og fullkomið. Það þarf ekki alltaf að vera brjálað að gera.“Ert þú góð í að slaka á þegar það er frí? Góð í að gera ekkert?„Já, ég held það, en vafalaust er fjölskyldan algjörlega ósammála. Okkar helgarfrí snúast um að taka til og horfa á ríkissjónvarpið. Ég held það sé mikilvægt að það sé ekki alltaf einhver dagskrá. Það er bara fínt að sinna lífinu. Ég held það sé gott að gera hversdagslega hluti með fjölskyldunni. Ég hef trú á því, að vera ekki aftengd hversdeginum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira