Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af vegatollum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira