Fjórða hvert barn býr við stríð eða aðrar hörmungar Heimsljós kynnir 30. janúar 2019 09:15 Yura Khromchenko stendur inni í skólastofunni sinni í Úkraínu, en skólinn varð fyrir sprengingu. UNICEF Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum býr á svæði þar sem geisar stríð eða aðrar hörmungar. Milljónir barna skortir öryggi og vernd sem setur framtíð þeirra í mikla hættu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun fyrir árið 2019 sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sendi frá sér í gær. „Börn eiga aldrei sök í stríð en það eru þau sem bera mestan skaða í átökum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Árásir á börn og almenna borgara hafa haldið áfram án því er virðist nokkurrar iðrunar stríðandi aðila og milljónir barna þjást skelfilega vegna þess andlega og líkamlega ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir.“ Í neyðaráætlun UNICEF kemur fram að 34 milljónir barna skortir aðgengi að barnavernd og annarri mikilvægri þjónustu og því hafa samtökin sett sér metnaðarfull markmið til að tryggja öryggi þeirra og vernd. „Þegar börn til dæmis hafa ekki örugga staði til að leika sér á, þegar börnum er rænt og þau þvinguð í hermennsku, þegar þau geta ekki sameinast fjölskyldum sínum eða þau eru hneppt í varðhald þá eru réttindi þeirra gróflega brotin. Ef þessi börn fá ekki sálræna aðstoð og annan stuðning til að geta unnið úr áföllum sínum munu sár þeirra seint gróa,“ segir Bergsteinn. Afmæli Barnasáttmálans í skugga átaka og ofbeldisÁ þessu ári fagnar Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli sínu og 70 ár er síðan Genfarsáttmálinn tók gildi. Því sé sorglegt að segja frá því að á árinu 2019 eigi fleiri átök sér stað innan landa eða milli ríkja en á nokkrum öðrum tíma síðustu þrjá áratugi. Vaxandi ofbeldi og árásir hafi stóraukið þörfina á neyðararaðstoð og átök sem hafa varað í fleiri ár, eins og til dæmis í Jemen, Sýrlandi, Lýðveldinu Kongó, Nígeríu og Suður-Súdan, halda áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi. Starf UNICEF og samstarfsaðila á sviði barnaverndar er gífurlega mikilvægt, sérstaklega í þessum aðstæðum, og neyðaráætlunin gerir ráð fyrir að ná til tugmilljóna barna. Verkefni UNICEF á sviði barnaverndar fela meðal annars í sér að koma í veg fyrir og bregðast við hvers kyns misnotkun, vanrækslu og ofbeldi gegn börnum. UNICEF vinnur einnig að því að styðja börn sem hafa verið leyst undan hermennsku, sameina börn fjölskyldum sínum og veita þeim og fjölskyldum sínum sálræna aðstoð. UNICEF ítrekar að alþjóðasamfélagið þurfi að taka þátt í þessari baráttu og skuldbinda sig af fullri alvöru til að vernda börn í neyð gegn ofbeldi og annarri misbeitingu. Nauðsynlegt sé að hjálparstofnanir hafi óheft aðgengi að þeim börnum sem þurfa hjálp og eru í hættu og að stríðandi aðilar virði alþjóðlega mannréttindasamninga, mannúðarlög og axli ábyrgð.Neyðaráætlunin nær til 59 landa um allan heimUNICEF vinnur á átaka- og hörmungasvæðum út um allan heim og sinnir neyðaraðstoð við oft mjög erfiðar aðstæður. Neyðaráætlun UNICEF fyrir 2019 gerir ráð fyrir að ná til 41 milljóna barna í 59 löndum, meðal annars með því að; ná til 10,1 milljón barna með formlegri eða óformlegri grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir fjórum milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Samhliða neyðaráætluninni sendir UNICEF frá sér alþjóðlegt ákall eftir stórauknum fjárstuðningi til þess að hægt sé að ná til allra þeirra barna sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Þar bera hæst neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum, sem eru þær umfangsmestu sem samtökin hafa ráðist í, auk neyðaraðstoðar í Jemen, Lýðveldinu Kongó og Suður-Súdan.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent
Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum býr á svæði þar sem geisar stríð eða aðrar hörmungar. Milljónir barna skortir öryggi og vernd sem setur framtíð þeirra í mikla hættu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun fyrir árið 2019 sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sendi frá sér í gær. „Börn eiga aldrei sök í stríð en það eru þau sem bera mestan skaða í átökum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Árásir á börn og almenna borgara hafa haldið áfram án því er virðist nokkurrar iðrunar stríðandi aðila og milljónir barna þjást skelfilega vegna þess andlega og líkamlega ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir.“ Í neyðaráætlun UNICEF kemur fram að 34 milljónir barna skortir aðgengi að barnavernd og annarri mikilvægri þjónustu og því hafa samtökin sett sér metnaðarfull markmið til að tryggja öryggi þeirra og vernd. „Þegar börn til dæmis hafa ekki örugga staði til að leika sér á, þegar börnum er rænt og þau þvinguð í hermennsku, þegar þau geta ekki sameinast fjölskyldum sínum eða þau eru hneppt í varðhald þá eru réttindi þeirra gróflega brotin. Ef þessi börn fá ekki sálræna aðstoð og annan stuðning til að geta unnið úr áföllum sínum munu sár þeirra seint gróa,“ segir Bergsteinn. Afmæli Barnasáttmálans í skugga átaka og ofbeldisÁ þessu ári fagnar Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli sínu og 70 ár er síðan Genfarsáttmálinn tók gildi. Því sé sorglegt að segja frá því að á árinu 2019 eigi fleiri átök sér stað innan landa eða milli ríkja en á nokkrum öðrum tíma síðustu þrjá áratugi. Vaxandi ofbeldi og árásir hafi stóraukið þörfina á neyðararaðstoð og átök sem hafa varað í fleiri ár, eins og til dæmis í Jemen, Sýrlandi, Lýðveldinu Kongó, Nígeríu og Suður-Súdan, halda áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi. Starf UNICEF og samstarfsaðila á sviði barnaverndar er gífurlega mikilvægt, sérstaklega í þessum aðstæðum, og neyðaráætlunin gerir ráð fyrir að ná til tugmilljóna barna. Verkefni UNICEF á sviði barnaverndar fela meðal annars í sér að koma í veg fyrir og bregðast við hvers kyns misnotkun, vanrækslu og ofbeldi gegn börnum. UNICEF vinnur einnig að því að styðja börn sem hafa verið leyst undan hermennsku, sameina börn fjölskyldum sínum og veita þeim og fjölskyldum sínum sálræna aðstoð. UNICEF ítrekar að alþjóðasamfélagið þurfi að taka þátt í þessari baráttu og skuldbinda sig af fullri alvöru til að vernda börn í neyð gegn ofbeldi og annarri misbeitingu. Nauðsynlegt sé að hjálparstofnanir hafi óheft aðgengi að þeim börnum sem þurfa hjálp og eru í hættu og að stríðandi aðilar virði alþjóðlega mannréttindasamninga, mannúðarlög og axli ábyrgð.Neyðaráætlunin nær til 59 landa um allan heimUNICEF vinnur á átaka- og hörmungasvæðum út um allan heim og sinnir neyðaraðstoð við oft mjög erfiðar aðstæður. Neyðaráætlun UNICEF fyrir 2019 gerir ráð fyrir að ná til 41 milljóna barna í 59 löndum, meðal annars með því að; ná til 10,1 milljón barna með formlegri eða óformlegri grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir fjórum milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Samhliða neyðaráætluninni sendir UNICEF frá sér alþjóðlegt ákall eftir stórauknum fjárstuðningi til þess að hægt sé að ná til allra þeirra barna sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Þar bera hæst neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum, sem eru þær umfangsmestu sem samtökin hafa ráðist í, auk neyðaraðstoðar í Jemen, Lýðveldinu Kongó og Suður-Súdan.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent