Birgir vill stokka upp trúnaðarstöður í þingflokki Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2019 19:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00