Svarar til saka eftir að hafa ekið full á turtildúfur í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Konan ók á parið að morgni 6. ágúst síðasta sumar. Já.is Tæplega fimmtug kona var verulega ölvuð þegar hún ók bíl sínum á tvo erlenda ferðamenn, par frá Norður-Ameríku, á bílastæðinu við verslun Nettó í Borgarnesi að morgni mánudagsins 6. ágúst í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara sem ákært hefur konuna fyrir umferðar- og hegningarlagabrot annars vegar og hættubrot hins vegar. Áfengismagn í konunni mældist 2,24 prómill, sem jafngildir því að hafa drukkið í kringum tíu bjóra samkvæmt upplýsingum á vef FÍB. Sigurður Jónasson, lögreglumaður í Borgarnesi, lýsti því í samtali við RÚV á sínum tíma hvernig konan hefði ekið niður ljósastaur og á steinkant eftir að hafa misst stjórn á bílnum í framhaldi af að hafa ekið á parið. Þau þurftu að leita á spítala til aðhlynningar og sauma þurfti annað þeirra. Parinu virðist ekki hafa orðið meint af og Íslandsförin virðist ekki ætla að hafa áhrif á ástarlífið en brúðkaup er framundan hjá parinu í maí. Konan sem sætir ákæru er sögð hafa gengið af vettvangi. Vegfarendur veittu henni eftirför sem leiddi til handtöku hennar. Hún var ekki í ástandi til að gefa skýrslu eftir handtökuna en gerði það síðar. Hún þarf nú að svara fyrir málið í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi en þess er krafist að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakakostnaðar og sviptingar ökuréttar. Dómsmál Tengdar fréttir Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Tæplega fimmtug kona var verulega ölvuð þegar hún ók bíl sínum á tvo erlenda ferðamenn, par frá Norður-Ameríku, á bílastæðinu við verslun Nettó í Borgarnesi að morgni mánudagsins 6. ágúst í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara sem ákært hefur konuna fyrir umferðar- og hegningarlagabrot annars vegar og hættubrot hins vegar. Áfengismagn í konunni mældist 2,24 prómill, sem jafngildir því að hafa drukkið í kringum tíu bjóra samkvæmt upplýsingum á vef FÍB. Sigurður Jónasson, lögreglumaður í Borgarnesi, lýsti því í samtali við RÚV á sínum tíma hvernig konan hefði ekið niður ljósastaur og á steinkant eftir að hafa misst stjórn á bílnum í framhaldi af að hafa ekið á parið. Þau þurftu að leita á spítala til aðhlynningar og sauma þurfti annað þeirra. Parinu virðist ekki hafa orðið meint af og Íslandsförin virðist ekki ætla að hafa áhrif á ástarlífið en brúðkaup er framundan hjá parinu í maí. Konan sem sætir ákæru er sögð hafa gengið af vettvangi. Vegfarendur veittu henni eftirför sem leiddi til handtöku hennar. Hún var ekki í ástandi til að gefa skýrslu eftir handtökuna en gerði það síðar. Hún þarf nú að svara fyrir málið í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi en þess er krafist að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakakostnaðar og sviptingar ökuréttar.
Dómsmál Tengdar fréttir Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent