Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 21:15 Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54