Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sighvatur Jónsson skrifa 21. janúar 2019 22:26 Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi.„Tveir þriðju af hópnum eru undir ofurálagi og stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni og þetta er náttúrulega áhyggjuefni og ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta vegna þess að einhverjir hefðu getað sagt „notum bara gömlu aðferðina, þöggunina,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. Á því 12 mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu 3 mánuði en aðeins 1% karlkynslækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segir tæplega helmingur kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla.Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir kynnir niðurstöður skýrslunnar.vísir/stöð 2Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það eru margir þættir en það sem þessi könnun segir það er mönnunin, það er skortur á starfsaðstöðu, það er skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski fulllitlu um sitt nánasta starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi.„Tveir þriðju af hópnum eru undir ofurálagi og stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni og þetta er náttúrulega áhyggjuefni og ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta vegna þess að einhverjir hefðu getað sagt „notum bara gömlu aðferðina, þöggunina,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. Á því 12 mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu 3 mánuði en aðeins 1% karlkynslækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segir tæplega helmingur kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla.Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir kynnir niðurstöður skýrslunnar.vísir/stöð 2Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það eru margir þættir en það sem þessi könnun segir það er mönnunin, það er skortur á starfsaðstöðu, það er skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski fulllitlu um sitt nánasta starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira