Heimavellir selja 154 íbúðir á Ásbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 16:14 Um 3.000 íbúa byggð er á Ásbrú. Vísir/heiða Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að selja níu fjölbýlishús á Ásbrú sem tilheyra svokölluðu 900 hverfi. Húsin heyrðu undir dótturfélag Heimavalla, Heimavellir 900 ehf, en í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að í fjölbýlishúsunum séu alls 154 íbúðir, þar af 32 stúdíóíbúðir. Íbúðirnar eru að meðaltali 155 fermetrar að stærð en stúdíóíbúðirnar eru um 40 fermetrar hver. Tekjur ársins 2019 af íbúðunum eru áætlaðar 272 milljónir króna en ekkert er gefið upp um mögulegt söluverð. Salan á fjölbýlishúsunum níu er sögð liður í endurskipulagningu eignasafns Heimavalla. Félagið segist hafa lagt áherslu á að „selja stakar eignir og einingar sem falla ekki að stefnu félagsins.“ Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Heimavellir hafi á árinu 2018 selt 210 íbúðir fyrir samtals 6,2 milljarða króna, þar af var eignasala á fjórða ársfjórðungi 2,9 milljarðar króna. „Heildareignasala félagsins á árunum 2018 til 2020 er ráðgerð um 17 milljarðar króna en á móti hyggst félagið bæta við sig nýjum hagkvæmum eignum.“ Eftir sölu fjölbýlishúsanna á Ásbrú munu Heimavellir áfram eiga og reka 583 íbúðir á Ásbrú og er meðalstærð þeirra 98 fermetrar. Nánar má fræðast um söluferlið á Heimavöllum 900 ehf með því að smella hér. Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða Niðurstaða útboðsins, sem lauk síðastliðinn mánudag, var hins vegar að félaginu tókst að selja fjárfestum skuldabréf fyrir aðeins tæplega fjórðung þeirrar upphæðar. 12. desember 2018 07:00 Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir hefur ákveðið að selja níu fjölbýlishús á Ásbrú sem tilheyra svokölluðu 900 hverfi. Húsin heyrðu undir dótturfélag Heimavalla, Heimavellir 900 ehf, en í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að í fjölbýlishúsunum séu alls 154 íbúðir, þar af 32 stúdíóíbúðir. Íbúðirnar eru að meðaltali 155 fermetrar að stærð en stúdíóíbúðirnar eru um 40 fermetrar hver. Tekjur ársins 2019 af íbúðunum eru áætlaðar 272 milljónir króna en ekkert er gefið upp um mögulegt söluverð. Salan á fjölbýlishúsunum níu er sögð liður í endurskipulagningu eignasafns Heimavalla. Félagið segist hafa lagt áherslu á að „selja stakar eignir og einingar sem falla ekki að stefnu félagsins.“ Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Heimavellir hafi á árinu 2018 selt 210 íbúðir fyrir samtals 6,2 milljarða króna, þar af var eignasala á fjórða ársfjórðungi 2,9 milljarðar króna. „Heildareignasala félagsins á árunum 2018 til 2020 er ráðgerð um 17 milljarðar króna en á móti hyggst félagið bæta við sig nýjum hagkvæmum eignum.“ Eftir sölu fjölbýlishúsanna á Ásbrú munu Heimavellir áfram eiga og reka 583 íbúðir á Ásbrú og er meðalstærð þeirra 98 fermetrar. Nánar má fræðast um söluferlið á Heimavöllum 900 ehf með því að smella hér.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða Niðurstaða útboðsins, sem lauk síðastliðinn mánudag, var hins vegar að félaginu tókst að selja fjárfestum skuldabréf fyrir aðeins tæplega fjórðung þeirrar upphæðar. 12. desember 2018 07:00 Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða Niðurstaða útboðsins, sem lauk síðastliðinn mánudag, var hins vegar að félaginu tókst að selja fjárfestum skuldabréf fyrir aðeins tæplega fjórðung þeirrar upphæðar. 12. desember 2018 07:00
Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15