Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. janúar 2019 20:30 Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira